Gripla - 20.12.2012, Page 105
103uPPHAf MÁLDAGABókA oG stjóRnsÝsLu BIskuPA
ólíkt Ingunnarstöðum eru því ágætar líkur á að kirkja í eynni há hafi
staðið í hinu upphaflega kirknatali en fallið úr A-gerð eftir að ljóst var að
þar var ekki prestskyld lengur.
í Hjarðarholti í stafholtstungum hefur án vafa verið sóknarkirkja allt
frá seinni hluta tólftu aldar en vafamál er um prestskyld þar. enginn
máldagi kirkjunnar hefur varðveist eldri en Gíslamáldagi en í elsta máldaga
stafholts, sem geymir a.m.k. efni frá því fyrir miðja tólftu öld, er sagt að sé
prestur í Hjarðarholti þurfi aðeins tvo í stafholti og að Hjarðarholtskirkja
fái tíundir þær sem falli til þar á bænum (DI 1, 180). Á seinni hluta
fimmtándu aldar risu deilur um tíundir milli kirknanna, og er í skjölum
um það mál vitnað til máldaga Þorláks biskups Þórhallssonar sem skipað
hafi tíundir frá níu bæjum til Hjarðarholtskirkju (DI 6, 268). Aðeins
var deilt um tíundir af fimm bæjum og sýnist málinu hafa lokið með
sigri Hjarðarholtskirkju (DI 6, 269–70), enda virðist sókn hennar vaxa í
kjölfarið því Brúarreykir eru sagðir í Hjarðarholtskirkjusókn árið 1508 (DI
8, 210). Líklegt má telja að þessar deilur hefðu ekki risið nema af því að
Hjarðarholt var á þessum tíma annexía frá stafholti, en fáheyrt hefði verið
á fjórtándu öld að alkirkja með jafnstóra sókn hefði ekki jafnframt haft
prest. elsta stafholtskirkjumáldaga má skilja þannig að prestur hafi ekki
verið í Hjarðarholti nema hann ætti í jörðinni („ef prestr a j hiarðar hollt.
þa skolo .ij. prestar j stafhollt. þvi at þat er þangat undir.“), og kann það
að sýna að þótt Hjarðarholtskirkja hafi snemma orðið aðsetur prests hafi
hún ekki haft heimanfylgju til að standa undir prestskyld; þar hafi aðeins
getað verið prestur ef hann átti jörðina sjálfur. samkvæmt Gíslamáldaga átti
kirkjan jörðina Lækjarkot (DI 15, 620), og þótt hún hafi sennilega verið lítil
kostajörð (sbr. JÁM 4, 290) væri það ekki minni heimanfylgja en margar
kirkjur aðrar höfðu með ótvíræða prestskyld. tilgáta mín er því sú að prestur
eða prestar hafi verið í Hjarðarholti á tólftu öld og verið eigendur jarðarinnar,
en prestskyld ekki komist á fyrr en í tíð Þorláks biskups (1178–1193) þegar
kirkjan fékk kotið í heimanfylgju og átta eða níu lögbýli voru lögð til
sóknarinnar. samkvæmt þessu hefur því verið prestskyld í Hjarðarholti
frá því fyrir 1200 og fram til fimmtándu aldar, en ásælni stafholtsklerka í
tíundir bæja í Hjarðarholtskirkjusókn væri þá einfaldast að skilja þannig að
þeir hafi þjónað kirkjunni nógu lengi til að þeim fyndist að kirkjutíundir
ættu einnig að renna til stafholts. sé þetta rétt hefur Hjarðarholt staðið í
upphaflegu kirkjutali en fallið niður í forriti A-gerðar.