Gripla - 20.12.2012, Page 106
GRIPLA104
Á skúmsstöðum í Landeyjum bjó prestur árið 1201 (SturlR 1, 146) og
eru góðar heimildir um prestskyld þar á fjórtándu öld (DI 2, 690; DI 3,
217; DI 4, 80) til sextándu aldar (DI 7, 39–40; DI 9, 424). sóknin var í
stærra lagi á sunnlenskan mælikvarða, ellefu bæir, og engin kirkja önnur
nálæg sem auðveldlega mætti bendla þá við. Auk prestskyldar í landi átti
skúmsstaðakirkja þrjár jarðir þegar komið var fram á sextándu öld (DI
9, 424; DI 15, 665), og því engar efnislegar ástæður til að þar væri ekki
prestur. engu að síður urðu skúmsstaðir annexía frá stórólfshvoli ekki
síðar en á sautjándu öld og má vel vera að sú skipan hafi komist á strax í
kjölfar siðaskiptanna, ef ekki fyrr. skúmsstaðakirkja verður því að teljast
líkleg til að hafa staðið í kirknatalinu um 1200 en erfitt er að skilja af hverju
hún ætti að hafa verið felld úr A-gerð fyrr en eftir siðaskipti.
til eru tvær gerðir sama máldaga Árbæjarkirkju í Holtum frá fjórtándu
öld (DI 2, 698; DI 3, 218; 266–67; DI 4, 87) og er skýrt af honum að
kirkjan hefur haft prestskyld, þrátt fyrir að vera ekki vel efnum búin fremur
en flestar aðrar kirkjur í Holtum. Ákvæði máldagans um sóknarmörk eru
torræð en þau verða helst skilin þannig að frá sex bæjum hafi verið greftrað
í Árbæ en að tíund hafi einungis legið þangað af þremur þeirra. Á einum
þessara þriggja, Meiritungu, var hálfkirkja sem sungið var til frá Árbæ, og
lá þaðan hálfur ljóstollur til Árbæjar en helmingur, og hugsanlega tíund
einnig, varð eftir heima. Hvert hinir bæirnir tveir, Arnkötlustaður og
Rauðalækur neðri, greiddu tíund er ekki ljóst. Þeir gætu hafa greitt hana
til Meiritungu því ekki var óþekkt að hálfkirkjur ættu tíundir frá fleiri
bæjum, þó það hafi verið fátítt á fjórtándu öld, eða einhverrar annarrar
sóknarkirkjur, t.d. að Ási, en þessir þrír bæir eru nær henni en Árbæ.
Grunur um að þessi skipan sé einhvers konar málamiðlun eða breyting á
eldra fyrirkomulagi styrkist af klausu í Árbæjarmáldaga: „af ollum þessum
bæium sem her eru nefnder. skulu menn sækia skrift oc þionustu oc
adrar naudsyniar. til þess prestz sem at aa syngur.“ óvanalegt er að slíkt
sé tekið sérstaklega fram og bendir þetta til að máldaginn sé upphaflega
saminn þegar sóknamörkum var breytt í þessum hluta Holtanna og að
nauðsynlegt hafi þótt að hnykkja á þessu sérstaklega þar sem bæirnir hafi
sótt þjónustu eitthvert annað áður. freistandi er að rekja breytinguna
til þess að kirkja á jólgeirsstöðum var annað hvort lögð niður eða missti
prestskyld. Þeirrar kirkju er getið í báðum gerðum kirknatalsins en hvergi
annars staðar sem prestskyldarkirkju, enda hefur jörðin snemma lagst í