Gripla - 20.12.2012, Side 107
105uPPHAf MÁLDAGABókA oG stjóRnsÝsLu BIskuPA
eyði vegna uppblásturs (JÁM 1, 365). Hún var ennþá til á fjórtándu öld
og gefin Áskirkju (DI 7, 41), en er ekki getið sem byggðs bóls síðan. Því er
mögulegt að um 1200 hafi jólgeirsstaðir verið aðalsóknarkirkjan á svæðinu
en Árbær tekið við a.m.k. sumum sóknarbæjanna þegar jólgeirsstaðakirkja
lagðist af. slíkt útilokar ekki prestskyld í Árbæ um 1200 – þar gat hafa
verið eins bæjar sókn eins og á nágrannabænum snjallsteinshöfða, sem
getið er í báðum gerðum kirknatalsins (sbr. DI 2, 697; DI 3, 217; DI 4, 86
en DI 15, 660) – en þó er mögulegt að Árbær hafi ekki staðið í upphaflegu
kirknatali og sé viðbót höfundar B-gerðar.
um skarðskirkju í Meðallandi eru afar litlar heimildir og engar eldri
en máldagi frá fyrri hluta sextándu aldar (DI 9, 188). Af honum og
Gíslamáldaga sést að hún hefur verið með þeim fátækari, og seig heldur á
ógæfuhliðina eftir því sem leið á sextándu öld. Getið er prests á skarði 1514
(jón egilsson 1856, 45) og þar sátu prestar á sautjándu öld, og því engin
sérstök ástæða til að halda að skarð hafi verið annexía. Auk þess er erfitt að
sjá hvernig Meðalland hefði getað verið prestskyldarlaus sveit á þrettándu,
fjórtándu og fimmtándu öld, en vissulega er mögulegt að sóknarkirkjan
hafi verið færð til einhvern tíma á miðöldum, eins og seinna varð og sagnir
eru til um (DI 2, 872).
um kirkjur í Ási í fellum og njarðvík í Austfjörðum eru ágætar
heimildir sem sýna að á báðum hefur verið prestskyld á miðöldum (Ás:
DI 4, 213; njarðvík: DI 2, 65–66; DI 3, 232; DI 4, 222; DI 15, 687),
þótt njarðvík hafi sennilega verið orðin annexía frá Desjarmýri á seinni
hluta sextándu aldar, ef ekki fyrr, og prestar setið í Ási til 1880. ekki
eru því gildar ástæður til þess að ætla að þær hafi ekki staðið í frumgerð
kirknatalsins og engin ástæða virðist hafa verið til að fella Ás úr því á
sextándu öld eða fyrr.
síðasttalda kirkjan sem vantar í A-gerð en stendur í B-gerð er
kirkjuból á Rosmhvalanesi. Þar skyldi vera prestur og djákni samkvæmt
miðaldamáldögum (DI 3, 221; DI 4, 103–104; DI 6, 126), en þegar kristján
skrifari og menn hans voru grafnir þar 1551 var hún kölluð hálfkirkja
(Biskupasögur 2, 256) – hefur hún þá verið orðin annexía frá útskálum eða
Hvalsnesi, en bænhús hélst þar fram á átjándu öld (sigurður B. sívertsen
1937–1939, 184). einkennilegt er að A-gerð, og raunar einnig C-gerð, hafa
Hvalsnes en ekki kirkjuból öfugt við B- og D-gerðir, sem hafa kirkjuból
en ekki Hvalsnes. til er vígslumáldagi Hvalsneskirkju frá 1370 (DI 3, 256–