Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 109
107uPPHAf MÁLDAGABókA oG stjóRnsÝsLu BIskuPA
ekkert sýnilegt skipulag á þessum úrfellingum og líklegra að þær verði að
dæmast á glámskyggni eða athyglisskort afskrifara. Helst mætti finna sér
hald í því að hærra hlutfall kirkna, sem prestlausar voru orðnar á seinni
hluta sextándu aldar, sé meðal úrfellinganna en kirknatalinu í heild, og
mætti því ímynda sér að í einhverju forrita A-gerðar hafi útstrikanir eða
aðrar merkingar sýnt hvar prestskyld var fallin niður en afritari ekki
skilið þær til fulls og því stundum látið ráða úrfellingu en stundum ekki.
niðurstaða mín er því að umframkirkjur B-gerðar hafi að öllum líkindum
staðið í kirknatalinu á þrettándu öld og að úrfelling þeirra í A-gerð feli
ekki í sér vitnisburð um hvar kirkjur voru eða ekki á miðöldum. Þannig
sé B-gerð heildstæðasta varðveitt heimild um upphaflega skrá, en í henni
eru 236 kirkjur og þrjár umfram í A-gerð sem annað hvort stóðu aldrei í
B (Hvalsnes) eða felldar voru úr henni seint á sextándu öld (Haffjarðarey
og saxahvoll). fimm kirkjum hefur augljóslega verið bætt við á sextándu
öld (Rauðamel, Laugarbrekku, Lóni, Breiðabólsstað á skógarströnd og
sauðlauksdal) og standa þá eftir 234 kirkjur sem gætu hafa verið í tali Páls
biskups, en í því voru aðeins 220 og er því 14 kirkjum ofaukið.
Það að Hvalsnes er ekki tekið með í B-gerð er vísbending um að
greint hafi milli forrita A- og B-gerða þegar fyrir 1370 og að til hafi verið
að minnsta kosti tvær gerðir kirknatalsins síðan um miðja fjórtándu öld.
Gerðirnar varðveita þó báðar að minnsta kosti tvær lesvillur („vopna-
fjarðarhorn“ fyrir „Hornafjarðarhorn“ og „Höfðadal“ fyrir „Haukadal“)
sem sýna að sameiginlegt forrit hefur ekki verið gallalaust; einkum
virðist ólíklegt að villan Höfðadal fyrir Haukadal geti stafað frá skrifstofu
skálholtsbiskupa, þó auðvitað sé það ekki ómögulegt. Annar munur er
að þar sem B hefur „í Arnarbælum tvennum“ hefur A „Miðbæli“ og
„Borg“. B-gerð varðveitir hér örugglega upprunalegra orðalag en A-gerð,
sem breytir til samræmis við fjórtándu aldar venju og yngri (sbr. DI 2,
678, 679; DI 3, 259, 260; DI 7, 38). Þótt hafa megi slíkt til marks um að
forrit A hafi verið uppfært lengur en B má þó ekki gera of mikið úr, enda
hefur A-gerð vatnsfjarðarstað þar sem B-gerð hefur einberan vatnsfjörð,
en sú breyting getur tæplega hafa verið gerð fyrr en eftir 1495 þegar stefán
jónsson dæmdi vatnsfjörð fyrst undir kirkjuna þar (DI 7, 276–77, sbr. þó
DI 5, 455). kirknatalið hefur víslega verið afritað mörgum sinnum, bæði
fyrr og síðar en varðveittar gerðir þess greindust, og því er varla að undra
þótt stakar breytingar hafi læðst inn endrum og eins. Að brottfellingum