Gripla - 20.12.2012, Side 111
109uPPHAf MÁLDAGABókA oG stjóRnsÝsLu BIskuPA
hafa talið um 1200. ekki má leggja of mikið upp úr nákvæmni þessara
talna; Páls saga telur bæði kirkjur og presta í heilum tugum og kann þar vel
að hafa verið beitt námundun, og gæti því munað um færri en 14 kirkjur,
en varla færri en 9–10.
Á það hefur ekki verið bent sérstaklega fyrr, og skiptir þó máli, að
góðar heimildir staðfesta að nokkrar prestskyldarkirkjur voru stofnaðar
á þrettándu öld og fyrri hluta þeirrar fjórtándu; þeim hlýtur að hafa verið
bætt við kirknatalið. Þær eru Búðardalur á skarðsströnd, Ingjaldshvoll,
kaldaðarnes á ströndum og eyri í Bitru, en rök má einnig færa að því
sama um Akra og Hjörsey á Mýrum, setberg í eyrarsveit og Hlíðarenda
í fljótshlíð.
ef að líkum lætur vígði sigvarður biskup Þéttmarsson kirkju í Búðardal
á skarðsströnd á fyrri hluta biskupsdóms síns (1238–1268), enda var það í
tíð Þorbjarnar Ingimundarsonar bónda þar sem við sögur kemur á fjórða
og fimmta áratug þrettándu aldar (SturlR 1, 365, 376, 377, 383; SturlR 2,
25). í tveimur yngri máldögum skarðskirkju kemur fram að við þetta
tækifæri hafi Þorbjörn gefið jörð til Búðardalskirkju, sem staðið hefur
undir prestskyldinni, og að sigvarður hafi fært tvær jarðir, auk Búðardals
sjálfs, undan skarðskirkju: „hann tok hana vnndan skardz kirkiu at sonng
oc tijunndum oc þar med tinnda oc huarfsdal at aullum skylldum.“ (DI 2,
635, sbr. DI 1, 117). Búðardalur hefur því örugglega ekki staðið í upphaflegri
gerð kirknatalsins heldur er viðbót frá því eftir miðja þrettándu öld.
ekki var risin kirkja í kaldaðarnesi í Bjarnarfirði 1210 ef marka má
Mið sögu Guðmundar góða, a.m.k. ekki prestskyldarkirkja (Biskupasögur
1, 604). Árni biskup vígði þar kirkju (óvíst hvor þeirra nafna þannig
að vígslan hefur farið fram einhverntíma á bilinu 1269 til 1320) og ber
máldaginn með sér að þar hafði ekki verið prestskyld áður (DI 2, 407, sbr.
afrit máldagans í Vilchinsbók sem getur um klukkur „oc slijkt sem þar la
adur til bænhvsskylldar.“ DI 4, 132). sést af máldaganum að bæir í þessari
nýju sókn hafa áður sótt til staðar í steingrímsfirði, og hélt kirkjan þar
hluta af graftarréttindum.
Árni biskup Helgason vígði nýja kirkju á eyri 1317 (DI 2, 409–410)
og virðist ekki hafa verið prestskyld þar áður. Af eldri máldaga fells í
kollafirði (DI 2, 258) má ráða að prestur þar hafi þjónað um Bitruna, en
bæði er þar miðað við önnur sóknamörk en síðar urðu (Bitruháls í stað
ennishöfða, sem að vísu getur ekki munað meiru en að skriðnesenni og