Gripla - 20.12.2012, Síða 112
GRIPLA110
að Brekka hafi greitt tíundir til fells) og einnig tekið fram að prestur á
felli þjóni sjö bænhúsum. til þess að koma þeim fyrir í fellssókn milli
kollafjarðarness og Bitruháls þyrftu því að hafa verið bænhús á sjö bæjum
af níu, sem væri með ólíkindum. Líklegra er að bænhúsin sjö hafi verið
milli kollafjarðarness og Guðlaugshöfða, og þá þrjú þeirra á skriðnesenni,
eyri og í tungu (sbr. DI 7, 85). eftir að sóknamörkum var breytt voru
fimm bænhús í fellssókn (DI 3, 90–91) en eitt þeirra var í Þorpum (sem
áður áttu sókn til tröllatungu, sbr. DI 2, 119) og verða þá fjögur eftir
milli kollafjarðarness og ennishöfða. Með öðrum orðum hlýtur prestur á
felli að hafa þjónað bænhúsi eða hálfkirkju á eyri áður en til prestskyldar
var stofnað 1317, en sú hálfkirkja hefur haft sitt eigið tíundarumdæmi
milli krossárdals og Guðlaugshöfða. Þegar til prestskyldar var stofnað
var sóknin hins vegar færð út þannig að Guðlaugsvík, skálholtsvík og
kolbeinsá, sem áður sóttu til Bakka í Hrútafirði, lögðust til eyrar, sem og
að líkindum Brekka og skriðnesenni; að sama skapi var fellssókn stækkuð
til vesturs að Heydalsá, á kostnað tröllatungusóknar. Heimanfylgja
eyrarkirkju var eftir sem áður afar fátækleg, og virðast aukatollar og
lambseldi um sóknina helst hafa átt að standa undir prestskyldinni. Þessum
breytingum eru ekki gerð skil í máldaganum frá 1317 né sagt hvernig
þær kirkjur sem misstu spón úr aski sínum fengu það bætt, og kunna
breytingarnar því að hafa verið yfirstaðnar þegar Árna biskup bar að garði.
Þó urðu þær varla mörgum áratugum fyrr séu elstu máldagar tröllatungu,
fells og Bakka nokkurn veginn rétt tímasettir.
Árni biskup Helgason vígði einnig nýja kirkju á Ingjaldshvoli á snæ-
fellsnesi einhvern tíma á árunum 1304–1320, og sést berlega á máldaga
hennar að þar hefur ekki verið prestskyld áður enda sveitinni utan ennis,
sem lögð var til hinnar nýju sóknar, þjónað fyrrum frá fróðá (DI 2,
410–411).
til er máldagi sigvarðar biskups Þéttmarssonar (frá 1238–68) fyrir
Akrakirkju á Mýrum og sést af honum að sókn hennar hafi verið aukin á
kostnað krossholts, sem þó hélt eftir réttindum sunnan kálfalækjar (DI
1, 596). í máldögum krossholts er því til haga haldið að þaðan skuli syngja
til Akra sé þar enginn prestur, en ef prestur eigi Akraland þá skuli gjalda
til krossholts 6 aura en ef ólærður maður eigi landið á Ökrum og hafi
þar prest skuli gjalda 12 aura (DI 2, 113; DI 4, 199). Þessi fremur flókna
skipan kann að enduróma það fyrirkomulag sem ríkti áður en sigvarður