Gripla - 20.12.2012, Page 113
111uPPHAf MÁLDAGABókA oG stjóRnsÝsLu BIskuPA
setti kirkjunni máldaga og tók af tvímæli um prestskyld á Ökrum. við
Akrakirkju hefur því verið valkvæð prestvist og verður þar af leiðandi ekki
fullyrt að hún hafi staðið í upphaflegri gerð kirknatalsins, en ólíklegt verður
það að teljast.
Á setbergi í eyrarsveit var prestskyld komið á fyrir seinni hluta þrettándu
aldar. Þjónaði sá prestur aðeins heimajörðinni en sex aurar voru goldnir til
Öndverðareyrar, sem sýnir að setbergskirkju hefur áður verið þjónað þaðan
(DI 2, 257). seinna óx setbergskirkja mjög að eignum og lagðist þá gjaldið til
Öndverðareyrar af (DI 3, 108), en óljósara er hvort setbergssókn stækkaði
um sama leyti þótt það virðist líklegt. ekki verður fullyrt að prestskyld að
setbergi sé yngri en 1200 en flest hnígur þó í þá átt.
Önnur kirkja á Mýrum með valkvæða prestskyld er Hjörsey en til er
gamall máldagi hennar, ársettur til um 1200 í fornbréfasafni (DI 1, 303–
304). Hann getur ómögulega verið eldri, enda segir þar að kirkjan sé helguð
Þorláki helga sem var tekinn í dýrlingatölu 1198 (ÍF 16, 86–97); hann gæti
þó vel verið yngri, frá fyrri hluta þrettándu aldar. tekið er fram að „sa
maþr er byr i hioreyio scal hafa heimilis prest. ef hann vill.“ en „Lofat hefir
biscop þeim manne er byr i hiorseyio at hafa ey heimilis prest. oc scal sa
syngia annan hvarn dag helgan oc halfar heimilis tiþer.“ Bæði virðist því
heimildin fyrir presti vera ný og mjög óákveðið hvort prestur skuli vera
þar nauðsynlega. seinna eignaðist Hjörseyjarkirkja fjórðung í heimalandi
og var eftir það prestskyld í eynni, þótt sóknin væri eftir sem áður afar lítil
(DI 3, 87).
ekki er til skýr heimild um prestskyld á Hlíðarenda í fljótshlíð en
samkvæmt máldögum eyvindarmúla frá fjórtándu öld skyldi prestur þaðan
syngja annan hvern dag helgan til Hlíðarenda (DI 2, 686; DI 3, 404; DI
4, 77). elsti máldagi Hlíðarendakirkju er í ágripi í Hítardardalsbók og gæti
verið frá um 1370, jafnvel fyrr (DI 3, 216), en texti hans er varðveittur í
Vilchinsbók frá 1397. samkvæmt máldaganum var alkirkja á Hlíðarenda en
ekki minnst á prestskyld (DI 4, 69). Líklegast er að skilja þetta þannig að
máldagar eyvindarmúla vísi til eldri skipunar, en Hlíðarendakirkja hafi
verið gerð að alkirkju með prestskyld um eða eftir miðja fjórtándu öld og
sé þá aukið við kirknatalið.
Það hafa því að minnsta kosti níu kirkjur fengið prestskyld eftir 1200
sem bætt hefur verið við kirknatalið. í ljósi þess hve máldagageymd er
gloppótt eru þær hins vegar örugglega aðeins hluti þeirra kirkna sem