Gripla - 20.12.2012, Side 116
GRIPLA114
6. kirkjur í kirknatalinu sem ekki höfðu prestskyld
á seinni hluta miðalda
í þessum flokki eru kirkjur sem líklegar eru til að hafa haft prestskyld og
jafnvel verið sóknarkirkjur fyrir heilar sveitir en líka kirkjur sem sennilega
urðu aldrei viðvarandi aðsetur presta. Meðal þeirra fyrri má örugglega
telja Pétursey, svínafell, Rauðalæk og knappafell í Öræfum og skarð
á Rangárvöllum, og sennilega jólgeirsstaði í Holtum, Hörgsdal á síðu,
Hamra í Grímsnesi og kropp í Borgarfirði. eins og þegar er rakið virðist
Pétursey hafa verið upphaflegt aðsetur þingaprests í vestasta hluta Mýrdals.
sólheimar ytri hafa síðar tekið það hlutverk yfir, væntanlega vegna þess
að þeirri kirkju áskotnuðust umtalsverðar eignir og féll Pétursey eftir
það í skuggann og missti að lokum prestskyldina. erfitt er að tímasetja
þessa atburðarás, enda áreiðanlega tímasettum máldögum sólheima ekki
til að dreifa fyrr en á sextándu öld. sláandi líkindi eru með kvikfjáreign
kirkjunnar í máldaga ársettum 1340 í fornbréfasafni (DI 2, 743) og
Gíslamáldaga (DI 15, 707) – munar einu einasta hrossi –, og vel má því
vera skemmra á milli þeirra í tíma. Þótt úr því verði ekki skorið er vert að
hafa í huga að jafnlíklegt er að Pétursey hafi misst prestskyldina á fjórtándu
öld eins og þeirri þrettándu.
svínafell í Öræfum var höfuðból á tólftu öld og fram á þá þrettándu,
en sigurður ormsson gaf kirkjunni jörðina 1179 (íf 16, 164–165). Hún
var því staður í kirkjuréttarlegum skilningi þótt skálholtsbiskupar virðist
aldrei hafa fengið afdráttarlaust forræði yfir henni (sbr. SturlR II, 89).
jörðin var seinna að hálfu leyti eign Hofskirkju (DI 2, 774; DI 6, 443)
en bændahlutinn gekk kaupum og sölum (DI 11, 482). Prests er getið á
svínafelli 1201 (SturlR 1, 148) og einnig kemur kirkjuprestur á svínafelli
við sögu í jartein sem varðveitt er í Maríu sögu (unger 1871, 155–156), og
hefur orðið eftir 1237 en áður en sagan var rituð á fjórtándu öld. Hvorki eru
máldagar svínafellskirkju varðveittir né er hennar getið í skrá um kirkjur
sem „woru fordum i minna hierade sem nu kallast Øræfe.“ yfirferð hennar
nær raunar milli Breiðamerkursands og skaftártungu, en skráin var skrifuð
upp „effter gømlu mäldagakuere i skaalhollte“ í Gíslamáldaga um 1570
(DI 15, 713). Hún virðist helst frá fyrri hluta fjórtándu aldar eða seinni
hluta þeirrar þrettándu, þ.e. eftir að kirkja á svínafelli lagðist af og kirkja
á Hofi fékk prestskyld, en áður en kirkjur á Hnappavöllum, Rauðalæk