Gripla - 20.12.2012, Síða 118
GRIPLA116
orðin jafnstór og hún var á seinni öldum (johnsen 1847, 18). Máldaginn
er einhverjum árum eða áratugum eldri en Vilchinsmáldagi klaustursins,
enda hefur sá síðarnefndi sjö eignarjarðir umfram auk margs konar viðbóta
annarra. Því er hæpið að prestskyld í Hörgsdal hafi enst lengur en fram á
fyrri hluta fjórtándu aldar en auðveldlega gæti hún hafa verið tekin af fyrr.
Hörgsdalur var meðal jarða sem klaustrið hafði nýlega eignast 1397 (DI 4,
238) og hafi prestskyldin ennþá verið þegar klaustrið komst yfir jörðina má
ætla að brátt hafi orðið um hana því bræðrunum hefur verið lítill akkur í
að halda henni við.
jólgeirsstaða er þegar að nokkru getið en þótt um kirkjuna séu nánast
engar heimildir eru líkur til að hún hafi verið sóknarkirkja fyrir þá bæi
í Holtum sem seinna sóttu til Áss og Árbæjar. kirkja í Ási eignaðist
jólgeirsstaði um 1400 (DI 6, 322; DI 7, 42 – þessir máldagar eru vafalaust
eldri en útgefendur ætla) og er til marks um að jólgeirsstaðakirkja hafi
þá, í síðasta lagi og eflaust löngu fyrr, verið aflögð, en Áskirkja tekið við
hlutverki hennar. Þegar er sýnt hvernig mögulegt er að sókn Árbæjarkirkju
hafi fyrrum legið til jólgeirsstaða, að hluta eða í heild, en sé rétt til getið
má hafa fyrir satt að kirkjum í Ási og Árbæ hafi verið aukið við kirknatalið
eftir 1200.
kirknatalið er eina heimildin um prestskyld á Hömrum í Grímsnesi.
varðveittur er miðaldamáldagi kirkjunnar, talinn frá um 1500 í forn -
bréfasafni (DI 7, 46–47), og stóð hún fram á sautjándu öld (JÁM 2, 334).
í máldagnum kemur fram að Hamrar séu í skálholtskirkjusókn, en á
Hömrum var einnig staðarbú skálholts (Guðrún Ása Grímsdóttir 2006,
101). frá því fyrir 1600 hafa Hamrar hins vegar verið í Mosfellssókn
(AM 66a 8vo bl. 42a–43a, sbr. bl. 16a), en hin eldri skipan bendir til að
farið hafi fyrir Hamrakirkju svipað og Hörgsdalskirkju, að hún hafi fallið
í skuggann af voldugum nágranna en sókninni verið skipt og prestskyld
tekin út til að styrkja rekstur staðar og staðarbús. Mestu hefur valdið að
heimanfylgja var lítil, aðeins 10 hundruð í landi, en jafnvel miðað við hæsta
landskuldarhlutfall hrykki það hvergi nærri til að standa undir fjögurra
marka prestkaupi, hvað þá meira. eftir að skálholtsbiskupar eignuðust
Hamra hafa þeir því þurft að meta hvort þeir vildu borga með því að halda
úti smásókn með eigin presti þar og hafa hagkvæmnisrökin greinilega
orðið ofan á – þá sem svo oft. Giska má á að til Hamrakirkju hafi verið
sótt frá ormsstöðum, eyvík og vatnsnesi, og ef til vill einnig stærribæ