Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 120
GRIPLA118
fornbréfasafni er ársettur til 1343, þótt hann beri engin einkenni sem sýni
það ótvírætt; hann gæti verið frá þrettándu öld en líka þeirri fimmtándu.
tekið er skýrt fram að til kirkjunnar skuli sungið frá Búlandi, en leifar af
fornri frægð sjást í því að talsvert meiri söngur var við svínadalskirkju en
hálfkirkjur almennt og prestkaupið var að sama skapi meira (DI 2, 784). Af
þessu verður ekki annað ráðið en að svínadalskirkja hefur verið ein af þeim
sem jöðruðu við prestskyld en hafa ekki komið henni á legg, að minnsta
kosti ekki til langframa, sennilega bæði vegna ónógrar heimanfylgju og
nálægðar við sóknarkirkjur sem voru betri efnum búnar. Athyglisvert er að
kirkja í svínadal stendur einnig í skrá um kirkjur í Minnahéraði, sem áður
er getið (DI 15, 713), en aðrar kirkjur skrárinnar, sem helst virðist frá fyrri
hluta fjórtándu aldar eða lokum þeirrar þrettándu, voru prestskyldarkirkjur.
sú skrá styður því vitnisburð kirknatalsins um prestskyld í svínadal, og
bendir til að hún hafi enn verið við lýði öðru hvoru megin við aldamótin
1300.
í kirknatali stendur „kirkia I laügardal: hinum efra: og so hinum ytra.“
(sveinbjörn Rafnsson 1993, 98). Annar þeirra er Miðdalur, sem var staður
og örugglega með prestskyld þótt hennar sé ekki getið berum orðum í
máldögum (DI 4, 38; 15, 647). ólafur Lárusson taldi hinn Laugardalinn
efstadal (ólafur Lárusson 1925, 35–36), enda er vitað um útkirkju þar
(JÁM 2, 314). svo vel vill til að Árna saga biskups geymir heimild um að
þar hafi verið kirkjueign í landi í lok þrettándu aldar sem hægt var að
setja skjólstæðing skálholtsbiskups niður á (ÍF 17, 62, 103). Það er vel
mögulegt að efstidalur hafi fyrrum heitið efri Laugardalur og Miðdalur
ytri Laugardalur, þótt þá verði vissulega erfitt að sjá í miðjunni á hverju
Miðdalur hefur verið talinn vera, en bærinn sá hefur verið kallaður í
Miðjum dal frá því á þrettándu öld hið skemmsta (SturlR 1, 506, 519,
522). Annar möguleiki er að Miðdalur sé Laugardalur efri en að sá ytri
sé Laugarvatn og væri Miðdalur þá sá dalurinn sem var mitt á milli
Laugarvatns og efstadals. Á Laugarvatni var hálfkirkja sem lýst er í
tveimur máldögum hennar frá fjórtándu öld (DI 3, 343; DI 4, 91), og er
hún ekki síður líkleg til að hafa haft prestskyld um hríð en efstadalskirkja.
sé það Laugarvatnskirkja sem prestskyldin var við hefur sú skipan verið
liðin undir lok á seinni hluta fjórtándu aldar.
Önnur kirkja í Árnesþingi sem stendur í kirknatalinu en ekki er vitað
um prestskyld við úr öðrum heimildum er Gegnishólar í flóa. Annar