Gripla - 20.12.2012, Page 121
119uPPHAf MÁLDAGABókA oG stjóRnsÝsLu BIskuPA
miðaldamáldaga hennar stendur í Vilchinsbók (DI 4, 58) en hinn, sem er
keimlíkur, er talinn frá fimmtándu öld (DI 6, 320). Á þeim tíma hefur
verið þar venjuleg hálfkirkja sem þjónað var frá Gaulverjabæ, og hlýtur
prestskyldin að hafa lagst niður fyrir síðari hluta fjórtándu aldar. Mögulega
fylgdi kirkjunni sókn, og kann hún að hafa tekið til Gegnishólatorfunnar
allrar og jafnvel fleiri bæja í norðvesturhluta Gaulverjabæjarsóknar, en
jafnlíklegt er að einungis hafi verið heimilisprestur í efri Gegnishólum.
enn og aftur virðist nálægð við öflugan kirkjustað, í þessu tilfelli Gaul-
verjabæ, verða til þess að efnalítil smákirkja með prestskyld þreifst
ekki. til samanburðar má nefna Holtin í Rangárþingi, þar sem margar
mjög efnalitlar kirkjur (í Háfi, Ási, Árbæ, Haga og Marteinstungu auk
snjallsteinshöfða í Landsveit) héldu prestskyld fram eftir miðöldum
og sumar lengur, sennilega einkum vegna þess að engin meiriháttar
kirkjustaður ógnaði tilvist þeirra.
í kirknatalinu eru þrjár kirkjur í kjósarsýslu sem ekki er vitað um
prestskyld við úr öðrum heimildum, auk Ingunnarstaða sem sagt er frá
að ofan. Á þrettándu öld var talið að kirkja á esjubergi væri ein sú elsta
í landinu, enda rekja bæði Landnámabók og Kjalnesinga saga þá sögn að
Örlygur Hrappsson landnámsmaður hafi reist þar kirkju í lok 9. aldar (ÍF
1, 52–55; ÍF 14, 5). Kjalnesinga saga bætir því við að sú kirkja hafi staðið enn
í tíð Árna biskups Þorlákssonar og að þar hafi þá verið ryðbrunnin klukka
og ævafornt plenarium með írsku letri sem biskup hafi látið fara suður
í skálholt (ÍF 14, 43). engir máldagar esjubergskirkju eru til og ekkert
kemur fram í máldögum Brautarholts sem varpað getur ljósi á sóknaskipan
á kjalarnesi á miðöldum. esjuberg er á sóknarenda Brautarholtssóknar
eins og hún var á seinni öldum (johnsen 1847, 104), og vera má að austustu
bæir sóknarinnar hafi fyrr meir sótt til esjubergs þótt allt eins líklegt sé að
þar hafi aðeins verið heimilisprestur. einnig kann flutningur hinnar írsku
messubókar til skálholts í lok þrettándu aldar að vera til marks um hnignun
esjubergskirkju og er ekki öðrum vísbendingum til að dreifa um hvenær
hún gæti hafa misst prestskyldina.
Á kjalarnesi háttar svo til að þar standa tvö stórbýli hlið við hlið, Hof
og Brautarholt, og voru kirkjur á báðum sem getið er í kirknatalinu.
Brautarholt var þó mun stærri jörð og kirkjan þar varð sóknarkirkjan..
Af fjórtándu aldar máldögum Hofskirkju (DI 3, 220; DI 4, 114) sést að
hún var afar litlum efnum búin, en þó var þar hálfkirkja fram yfir 1600