Gripla - 20.12.2012, Side 122
GRIPLA120
(Lbs 268 4to, bl. 162b; js 143 4to, bl. 374). Mjög erfitt er að ímynda sér
að Hofskirkju hafi tilheyrt sókn önnur en býlið sjálft og hjáleigur þess,
og mætti þá túlka prestskyldina sem tilraun Hofsmanna til að varðveita
sjálfstæði sitt gagnvart voldugri nágrönnum í Brautarholti. Þeir hafa þó
ekki verið tilbúnir til að verja miklu fé til þessa, enda hefur prestskyldin
ekki orðið langlíf. engar vísbendingar eru um hvenær hún leið undir lok.
til er forn máldagi saurbæjarkirkju á kjalarnesi (DI 1, 402) sem
ársettur er í fornbréfasafni til 1220 en hann gæti verið frá því hvenær sem
er á þrettándu öld eða byrjun þeirrar fjórtándu, enda nauðalíkur máldaga
ársettum til 1315 (DI 3, 32). í honum er skýrt kveðið á um sóknarmörk
saurbæjar og sagt að kirkjur á eyri og í Mýdal, sem eru báðar innan þeirra
marka, haldi tíundum heimilisfólks ef þar búi landeigendur, en ef leiguliðar
séu borgi þeir til saurbæjarkirkju. Ákvæðið stendur óbreytt í afskriftum í
Hítardalsbók (DI 3, 343, sbr. DI 9, 17–18) og Vilchinsbók (DI 4, 114–115).
Þessu verður ekki auðveldlega komið heim og saman við prestvist á eyri,
og ekki leysir úr að til er ágrip eyrarkirkjumáldaga þess efnis að þegar Árni
biskup vígði kirkjuna hafi hann heimilað að heimilisfólk á eyri greiddi
tíund sína og ljóstolla til hennar, en eyrarbóndi gaf kirkjunni í saurbæ
tólf ær fyrir tekjumissinn (DI 2, 404). ekki sést hver Árni biskup var,
Þorláksson, Helgason (1304–1320) eða ólafsson mildi (1413–1425). ef
saurbæjarmáldagar eru rétt tímasettir má heita einkennilegt að þörf hafi
verið á að veita heimild fyrir tíundarheimtu sem sóknarkirkjan, sem af
tekjunum missti, hafði viðurkennt í eigin máldaga um áratugaskeið ef ekki
aldarskeið. Líklegra er að annaðhvort sé heimildin frá Árna Þorlákssyni
og sé eldri en elsta gerð saurbæjarkirkjumáldaga og það sé til hennar sem
máldaginn vísar, eða að heimildin sé frá Árna milda og hann hafi þá í
raun ekki gert annað en að endurreisa gamalt fyrirkomulag sem hefur þá
væntanlega dankast um hríð. Hvort sem var er erfitt að koma prestskyld á
eyri saman við þessar heimildir og verður því helst að ætla að hún sé eldri
en þær allar en hafi verið horfin ekki síðar en í byrjun fjórtándu aldar og
sennilega fyrir tíð Árna Þorlákssonar.
fyrir utan Hnappavelli og Rauðalæk, sem misstu prestskyld eftir 1362,
og skarð á Rangárvöllum, sem missti hana eftir 1389, bendir flest til að
þær kirkjur sem nú eru taldar hafi verið búnar að missa prestskyld sína
um miðja fjórtándu öld, og sumar hugsanlega löngu fyrr. Hjá einhverjum
varð hún líklega aldrei annað en möguleiki. Það að þessar kirkjur standa