Gripla - 20.12.2012, Síða 124
GRIPLA122
einkennilega lágt, aðeins eitt hundrað, og því rúmlega þriðjungi minna
kaup en venjulegt var. Breiðá fór í eyði öðruhvoru megin við aldamótin
1700, en kirkja eða bænhús stóð þar enn 1592 (jón Þorkelsson 1923, 260).
Prestskyld og sóknarkirkjusess virðist Breiðá hins vegar hafa misst í kjölfar
Öræfajökulsgossins 1362. til þess bendir að ornamenta frá Breiðárkirkju
voru komin til stafafells fyrir lok fjórtándu aldar (DI 4, 202), en þangað
rötuðu einnig gripir úr Hnappavallakirkju og er þetta býsna afdráttarlaus
vitnisburður um að kirkjurnar tvær hafi þá þegar misst fyrra hlutverk sitt.
fjara lá undir skálholtsdómkirkju á fyrri hluta sextándu aldar sem tilheyrt
hafði Breiðárkirkju áður (DI IX, 188), og hefur Breiðá orðið dómkirkjujörð
þegar sóknarkirkja lagðist af og jörðin seinna orðið bændaeign að hálfu
og konungseign að hálfu (Björn Lárusson 1967, 333). ekkert bendir því
til annars en að Breiðá hafi haft prestskyld á fyrri hluta fjórtándu aldar og
ekki eru heldur sérstök rök fyrir því að halda að sú skipan hafi verið ný af
nálinni, þótt auðvitað sé það ekki útilokað.
Hofs í Öræfum er heldur ekki getið í kirknatalinu en þar var þó
sannarlega sóknarkirkja þegar Öræfajökull gaus 1362, enda Hofssókn sögð
hafa lagst í eyði í gosinu (Islandske Annaler, 226). til er máldagi Hofskirkju
frá 1387 (DI 3, 400–401) og annar samstofna og eldri sem öruggt má telja
að sé eldri en gosið (DI 2, 774–775). samkvæmt þeim síðarnefnda átti
Hofskirkja svínafell hálft, en þess er ekki getið í þeim yngri. Hins vegar
eignaðist Hofskirkja helming svínafells aftur í jarðaskiptum 1482 (DI 6,
442–443), og er því ekki grunlaust um að jarðarpartinum hafi verið bætt
við eldri máldagann við seinni afskriftir. Annað í máldaganum bendir þó
ekki sérstaklega til þess, og margvíslegur munur er á máldögunum sem
sýnir hversu mikil umskipti urðu á högum kirknanna í Öræfasveit við
gosið 1362. Því er alls ekki ómögulegt að Hofskirkja hafi í tvígang átt hlut
í svínafelli. Hafi Hofskirkja átt í svínafelli á fyrri hluta fjórtándu aldar
gæti það bent til að uppgangur Hofskirkju haldist í hendur við hnignun
svínafellskirkju, og hefur þá Hofskirkja fengið prestskyld og sneið úr
Rauðalækjarsókn (fremur en Hnappavalla), en Rauðalækjarsókn þá bæst
vestustu bæirnir í sveitinni. Þessi umskipti verða ekki tímasett nánar en til
seinni hluta þrettándu aldar eða byrjunar þeirrar fjórtándu.
enn ein kirkja Öræfasveitar sem ekki er í kirknatalinu er sandfell, en
örugglega má telja hana arftaka Rauðalækjar og prestskyld hennar yngri
en 1362. Á sandfelli var hálfkirkja í Rauðalækjarsókn meðan hún var og