Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 126
GRIPLA124
oddgeirshólakirkja var búgarðskirkja og lá þangað tíund af aðeins einum
bæ öðrum, og getur hún því talist í flokki með Búðardal, Hjörsey og
öðrum slíkum, og má vel hafa verið stofnuð á seinni hluta þrettándu
aldar eða fyrri hluta þeirrar fjórtándu án þess að ljóst sé hvort eða hvernig
Hraungerðiskirkju (væntanlega) var bættur skaðinn.
undarlegra er að í kirknatalið vantar kirkjur á Hólum í Grímsnesi og
úlfljótsvatni í Grafningi, enda áttu þær báðar víðfeðmar sóknir, Hólar með
fimmtán bæjum um 1600 (AM 66a 8vo bl. 42a–43a) en úlfljótsvatn með
tíu (AM 66a 8vo bl. 16b, 42a–43a; js 143 4to, bl. 370). Lítið hefur varðveist
af gömlum heimildum um kirkjuna á Hólum en Vilchinsmáldagi hennar er
að stofni úr tíð Michaels biskups (1382–1391) (DI 4, 90–91). Lengra aftur
verður ekki komist, en ljóst er að Búrfellssókn hefur ekki verið stærri á
þrettándu öld en síðar (DI 2, 63–64) og því auðsætt að Hólasókn var ekki
búin til á kostnað Búrfells. einasta mætti láta sér detta í hug að Hólakirkju
sé ekki getið í kirknatalinu vegna þess að Hamrakirkju er getið, en eins og
þegar er rakið bendir flest til að hún hafi snemma lagst af. vera má að þegar
hún var lögð niður, og sóknin lögð að hluta til skálholts, hafi ný kirkja
verið stofnuð á Hólum sem þjónað hafi vestari hluta Hamrasóknar. seint
verður þetta þó sannað.
svipuðu gegnir um úlfljótsvatnskirkju að elsti máldagi hennar er í
Vilchinsbók (DI 4, 93). kirkju þar er hins vegar getið í máldaga Bíldsfells
sem ársettur er til um 1220 í fornbréfasafni (DI 1, 409). sá er talsvert
eldri en Vilchinsmáldagi sömu kirkju (DI 4, 93) og víslega vígslumáldagi,
enda í honum ákvæði um messusöng og lýsingar. Að öðru leyti er fátt
sem tímasetur hann og gæti hann verið frá því hvenær sem er fyrir miðja
fjórtándu öld. ekki fyrnir það úlfljótsvatnskirkju mikið. í elsta máldaga
Ölfusvatnskirkju kemur ekkert fram um stærð sóknarinnar sem til hennar
lá (DI 1, 270), en af portio reikningi Vilchinsmáldagans (DI 4, 94–95)
sést að í henni hafa þá ekki verið tíunduð meira en 50 jarðarhundruð,
sem samsvarar því að þangað hafi þá legið, auk Ölfusvatns sjálfs, aðeins
nesjar, eins og raunar var á sextándu öld (DI 7, 47; DI 12, 662; DI 15,
644). Hafi Ölfusvatnssókn fyrrum verið stærri og úlfljótsvatnskirkja út
úr henni stofnuð hlýtur það því að hafa gerst fyrir lok fjórtándu aldar.
Hafi úlfljótsvatnskirkja ekki fallið úr kirknatalinu af vangá væri það
engu að síður skýringin: Ölfusvatnskirkja hafi upphaflega þjónað öllum
Grafningi milli nesja og torfastaða, en úlfljótsvatnskirkja sé yngri