Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 128
GRIPLA126
8. Máldagasöfnun og skjalastjórn skálholtsbiskupa
elsta varðveitta máldagasafn skálholtsbiskupsdæmis er Vilchinsbók, sem
ársett er til 1397. Mun hafa verið byrjað að skrifa hana upp þá en mikið
af efni hennar er eldra að stofni til auk þess sem í henni eru yngri
viðbætur (DI 4, 27–240). forveri vilchins biskups, Michael (1382–1391)
setti einnig saman máldagabók, en hún brann í skálholti um 1530 (DI
15, 708–709). enn eldri máldagabók er varðveitt í ágripi, Hítardalsbók,
og virðist hún stafa úr biskupstíð oddgeirs Þorsteinssonar (1365–1381)
(DI 3, 214–235). Af henni sést að máldagar hennar voru teknir með
viðbótum upp í Vilchinsbók, auk þess sem mun fleiri máldagar standa
í þeirri síðarnefndu (204 sóknarkirkjumáldagar en 147 í Hítardalsbók).
Bendir þetta til að unnið hafi verið hægt og bítandi að söfnun máldaga
biskupsdæmisins á seinni hluta fjórtándu aldar og að fyrir sunnan hafi það
ekki verið með sambærilegu átaki og Auðunarmáldagar sýna að gert var
í Hólabiskupsdæmi 1318. til er talsvert af máldögum úr tíð biskupanna
Gyrðis ívarssonar (1350–1360) og jóns Halldórssonar (1322–1339), en jón
er elstur skálholtsbiskupa sem bendla má við máldagabók. Heimildin um
það er að vísu harla óljós en hún er athugagrein sem sennilega er ættuð
frá jóni í Hítardal eða skrifuð upp af honum að minnsta kosti: „Datum
annarar máldagabókar í skálholti, þar sem Holtsmáldagi er í, 1326. Hún
er 71 ári eldri en vilchinsbók. ergo er hún gerð af jóni Halldórssyni
biskupi“ (DI 2, 676). Hugsanlegt er að ályktunin sé röng, að bókin sem
lýst er hafi ekki verið máldagabók frá þessum tíma heldur yngra safn af
eldri máldögum á borð við Þjsks Bps A, II, 1, AM 261 fol. eða AM 263
fol. (sem Holtsafhending frá 1326 stendur einmitt í, sbr. DI 2, 581), en hitt
er alveg mögulegt að þarna sé vísað í bók sem hafi, líkt og Vilchinsbók og
Auðunarmáldagar, hafist með ártali í fyrirsögn eða formála.
Það er vel sennilegt að jón Halldórsson hafi fyrstur sett saman mál -
dagabók í skálholtsbiskupsdæmi. Auðunn rauði Hólabiskup setti saman
heildstætt máldagasafn fyrir sitt biskupsdæmi 1318 (DI 2, 423–489),
og greinilegt er að máldagaritun í skálholtsbiskupsdæmi tók verulegan
kipp á fyrra helmingi fjórtándu aldar. Öfugt við Hólabiskupsdæmi eru
allmargir máldagar varðveittir frá tólftu og einkum þrettándu öld úr
skálholtsbiskupsdæmi, en þeir bera með sér að stafa fremur frá kirkjunum
sjálfum en miðlægri stjórnsýslu biskupanna. Biskupar höfðu greinilega