Gripla - 20.12.2012, Page 135
133
GottskÁLk jensson
*REVELACIONES THORLACI EPISCOPI –
enn eItt GLAtAÐ LAtínuRIt
eftIR GunnLAuG LeIfsson Munk
Á ÞInGeyRuM
Í svokallaÐri „jarteinabók II“, sem fylgir Þorláks sögu í útgáfum, segir
svo á einum stað: „vitranir þær er Guðmundr prestr er síðan var byskup
sendi Gunnlaugi múk at hann skyldi dikta, mun ek skyndiliga yfir fara.“1
Þarna tilgreinir höfundur „jarteinabókar II“ – líklega Bergur sokkason
ábóti á Munkaþverá (d. 1350)2 – latínurit eftir Gunnlaug Leifsson munk á
Þingeyrum (d. 1219), sem síðan hefur glatast.3 sagnorðið „dikta“ er tökuorð
úr latínu (dicto, -are) og merkir „að semja, skrifa á latínu“. orðalagið gæti
raunar bent til þess að vitnisburðirnir um vitranir þessar hafi þegar verið
skráðir á latínu því „dikta“ merkir að færa í stílinn, endurskrifa á góðri
latínu í samræmi við bréfritunarreglur, ars dictandi eða ars dictaminis.
nokkur hundruð íslenskir klerkar hafa um 1200 verið skrifandi á hinu
forna rómverska kirkju- og skólamáli þótt fágaðri rit, stíluð miðað við
hæstu kröfur, hafi án efa verið þeim flestum ofviða.4 Mikið hefur því
legið við fyrst vitranir þessar um Þorlák biskup voru sendar Gunnlaugi
munki á Þingeyrum, sem í Guðmundar sögu A er sagður „mestur klerkr“
á norðurlandi og í D-gerðinni jafnframt „fremstur í samnaðinum“ á
1 Ásdís egilsdóttir 2002, 243. „vitrun“ er algeng þýðing á því sem nefnt er á miðaldalatínu
visio eða revelacio en mátti einnig kalla „sýn“ og „leizlu“ á norrænu. um orðaforðann á latínu
og norrænu þýðingarnar, sjá jonas Wellendorf 2009, 39–61.
2 „jarteinabók II“ hefur aldrei verið sjálfstætt rit. titillinn verður ekki rakinn lengra aftur en
til biskupasagnaútgáfu Guðbrands vigfússonar (Guðbrandur vigfússon et al. 1856–1878).
sennilegast er að hér sé á ferðinni annars glatað efni aftan af B-gerð sögunnar eftir Berg
sokkason frá því um 1350, enda brot úr þessum köflum í ræmum frumrits B-gerðarinnar,
AM 382 4to, og margt í eftirmála „jarteinabókar II“ minnir á latínukvæði og prologus
B-gerðar; sjá fahn og Gottskálk jensson 2010, 45–49.
3 Peter foote et al. 2003, cclxxxiii–cclxxxiv.
4 ernst Walter (Walter 1976, 14) áætlar að tala þeirra sem hafi kunnað meira eða minna í lat-
ínu hafi ekki verið lægri en 800.
Gripla XXIII (2012): 133–175.