Gripla - 20.12.2012, Page 136
GRIPLA134
Þingeyrum og kallaður „bezt skiljandi til bækr á öllu íslandi“.5 Hér er
átt við latínubækur, sem á þessum tíma voru sagðar skrifaðar „á bók-
máli“. Heimildin (D-gerð Guðmundar sögu) er sjálf þýðing úr latneskri
lífssögu Guðmundar biskups eftir Arngrím Brandsson ábóta á Þingeyrum
(d. 1361).
Þar sem hinu týnda vitranariti Gunnlaugs – það hefur mátt heita *Re-
vela ciones Thorlaci episcopi6 – hefur lítt verið sinnt fram til þessa freista ég
þess nú að gera grein fyrir því ásamt því að setja fram tilgátu um ritunar-
tíma þess, en jafnframt vil ég skoða nokkuð þá norrænu texta sem heim-
ildir segja að þýddir séu úr þessu riti.
Það má skilja af „jarteinabók II“ að um sjálfstætt verk hafi verið að
ræða sem skotið sé þar inn í stærra jarteinasafn um Þorlák og stytt í þýð-
ingu (sbr. orð þýðandans „mun ek skyndiliga yfir fara“) með þeim hætti
að sumt er þýtt en öðru sleppt. vitranir þær sem á eftir fylgja saman-
standa af fáeinum frásögnum af upplifunum nafngreindra karla og kvenna
af Þorláki helga framliðnum (frásögn af valgerði, frumvaxta konu sem
„vanstillt var í skapi ok óhlýðin í æsku, orðstór ok óráðin“; eigendum hests
og uxa; Þórði presti; konu með fótarverk sem Þorlákur læknar; og að
lokum eyjólfi nokkrum er bjó skammt frá Hólum), sem af svip efnis og
ítarlegum samtölum að dæma gætu vel hafa staðið í sama riti. einnig gætu
sumar jarteinirnar í köflunum strax á undan í „jarteinabók II“, í 149.–170.
kafla, sem sagðar eru „hafa orðið í öðru byskupsríki á íslandi“ (þ.e. á
norðurlandi) hafa tilheyrt þessu verki.
varðveittur er annar vitnisburður frá miðöldum um þetta sama rit
eftir Gunnlaug. um miðja 14. öld, þegar „jarteinabók II“ var að öllum lík-
indum sett saman, hefur annar skrifari notað ritið og skotið efni úr því inn
í Ólafs sögu Tryggvasonar hina mestu („svá hefur bróðir Gunnlaugr ok sagt
í latínu“).7 Innskotið er að finna í D-gerð sögunnar og þar er þýddur kafli
frá Gunnlaugi sem nefndur er „sýn Brestis“. sýnin er tímasett skömmu
5 Guðbrandur vigfússon et al. 1856–1878 1, 502; 2, 31.
6 Ég gef riti Gunnlaugs þetta heiti til hagræðingar þótt vel sé mögulegt að það hafi verið
titlað öðruvísi. sem kunnugt er báru miðaldarit ekki nauðsynlega alltaf sama titil heldur
mátti vísa til þeirra með margvíslegum hætti, t.d. eru allmargar útgáfur til af heitinu á
Hamborgarbiskupa sögu Adams af Brimum. flestar sýnir eru kenndar við sjáendurna, t.d.
Visio sancti Pauli, Visio Tnugdali, en það safn sem hér um ræðir samanstóð af vitrunum um
Þorlák helga og sjáendurnir skiptu þá minna máli en hinn séði. orðið revelacio er iðulega
notað með andlagseignarfalli (genitivus objectivus), eins og hér er gert.
7 ólafur Halldórsson 1958–2000 3, 65.