Gripla - 20.12.2012, Page 137
135
eftir andlát Þorláks biskups 23. desember 1193. ólafur tryggvason (d.
1000) vitrast Bresti nokkrum í draumi fljúgandi á skipi sínu ásamt bisk-
upnum sigurði að sækja Þorlák andaðan. í seinni hluta vitrunarinnar er
Þorlákur kominn um borð í orminn langa með kóngi og biskupi hans á
leið til himna. í bæði skiptin á sjáandinn orðaskipti við mennina á skipinu.
Að ólafur rex tryggvason ásamt biskupi sínum komi þarna fyrir í vitrun
um Þorlák helga er nokkuð óvænt og sýnir, ef ekki annað, að Gunnlaugur
hefur þá þegar verið farinn að fást við ólaf tryggvason. í Flateyjarbók
(Gks 1005 fol., frá því um 1390), sem raunar er elsta varðveitta vitnið
um „sýn Bestis“, er bætt við í lok frásagnarinnar: „ok enn bar fleiri
merkiligar sýnir fyrir menn, þá er menn fréttu framför Þorláks byskups
af þessum heimi“.8 Þarna er talað um safn vitrana um Þorlák og liggur því
beinast við að álykta að „sýn Brestis“ komi úr safni Þorláksvitrana á lat-
ínu eftir Gunnlaug, eða sama riti og getið er sem heimildar í „jarteinabók
II“. D-gerð Ólafs sögu Tryggvasonar er, að mati útgefanda sögunnar ólafs
Halldórssonar, mögulega skrifuð á norðurlandi um miðja 14. öld í tíð
orms Áslákssonar biskups á Hólum (1343–1356).9 í sama lærða umhverfi
og á sama tíma hefur „jarteinabók II“ að öllum líkindum verið skrifuð.10
Þá virðist hið latneska vitranasafn Gunnlaugs hafa verið aðgengilegt, ef til
vill í Benediktsklaustrunum á Þingeyrum og Munkaþverá.
tilefnið og ritunartíminn
í „jarteinabók II“ segir hver átti frumkvæðið að ritinu: „Guðmundr prestr
er síðan var biskup“ er enginn annar en Guðmundur Arason, sem vígður
var til prests 1185 og til biskups á Hólum af eiríki erlendssyni erkibiskupi
í niðarósdómkirkju 13. apríl 1203. Guðmundur var biskupsefni frá haust-
inu 1201, þegar Brandur sæmundsson forveri hans í embætti andaðist og
höfðingjar völdu hann til biskups. vitranasafn Gunnlaugs um Þorlák hefur
samkvæmt þessu verið skrifað snemma á því ferli sem leiddi til helgunar
Þorláks, ef til vill strax þegar helgi hans „kom upp“, eins og það er orðað,
í lok árs 1197. Áheit á Þorlák voru formlega leyfð á alþingi 29. júní 1198,
8 sama rit, 65.
9 sama rit, cccxv–cccxvi.
10 sbr. nmgr. 2 að framan.
REVELACIONES THORLACI EPISCOPI