Gripla - 20.12.2012, Síða 143
141
frá 1206 og ekki yngri en frá um 1220.21 textafræðileg athugun á latnesku
brotunum og norrænu sögunum styður því þá kirkjusögulega augljósu nið-
urstöðu að heilagleiki Þorláks hafi verið skjalfestur á latínu.
Bréf eiríks erkibiskups til Páls skálholtsbiskups
Biskuparnir Brandur sæmundsson á Hólum og Páll jónsson í skálholti
koma mikið við sögu þessa máls. sá fyrri hefur stutt frumkvæði Guð-
mundar og orms og samþykkt að ormur færi á vegum biskups til
alþingis 1198 með erindi um heilagleika Þorláks. en það kom í hlut Páls
að taka ákvörðunina um að leyfa áheit á Þorlák strax á þinginu, skipu-
leggja beinaupptökuna þá um sumarið, búa um heilaga dóma hans í skál-
holtskirkju og lögleiða messudag dýrlingsins sumarið 1199.
nú var málum þannig háttað að Páll biskup var óskilgetinn sonur
jóns Loftssonar, og móðir hans Ragnheiður hafði ekki aðeins verið frilla
jóns heldur var hún í ofanálag systir Þorláks biskups. samband jóns við
hana hafði valdið hörðum deilum á milli þeirra Þorláks (sem lesa má um í
„oddaverjaþætti“). Þessar deilur kölluðu jafnframt á strangar áminningar
og bannhótanir tveggja erkibiskupa, þeirra eysteins (DI 1, 260–264) og
eiríks (DI 1, 289–291), Þorláki til stuðnings. í bréfum erkibiskup anna er
jón Loftsson nafngreindur fremstur meðal frillulífsmanna á íslandi.22 Þarna
hefur slegið alvarlega í brýnu með íslenskum höfðingjum og yfirstjórn
kirkjunnar. Ráðandi klerkar á þessum tíma kunnu vel að beita á höfðingja
þeirri flóknu kenningu sem bauð að lina skyldi refsingar Guðs í eilífðinni
21 sjá Gottskálk jensson 2004, 150–170; Gottskálk jensson 2009, 102–105, og fahn og
Gottskálk jensson 2010, 21–23.
22 jón sigurðsson hefur sýnt í útgáfu sinni á þeim að bréf erkibiskupanna eysteins og eiríks
til íslenskra biskupa og höfðingja voru skrifuð á latínu, þótt þau séu nú aðeins varðveitt
á norrænu í skinnbók frá ofanverðri 15. öld, AM 186 4to: „embættibrèf erkibiskupa og
skipanir hafa öll verið rituð á latínu upphaflega, en íslenzkuð síðar, eptir að þau hafa verið
komin út til íslands. Þetta er bæði eðlilegt í sjálfu sèr, og samkvæmt kirkjunnar reglum á
þeim tímum“ (DI 1, 220). Magnús noregskonungur ritar eysteini erkibiskupi í niðarósi
jafnvel á latínu (bréf dagsett 24. mars 1174: DI 1, 223–230). Afritið af bréfi eiríks til
íslenskra biskupa (1189), sem varðveitt er í AM 186 4to, s. 110–114, telur jón greinilega
þýtt úr latínu, af þeim sama og skrifaði handritið allt. í þessu bréfi hefur þýðandinn fyrst
skilið eftir eyður í þýðingunni þar sem hann treysti sér ekki til að þýða latínuna en glósað
utanmáls þau latnesku orð sem hann átti í vandræðum með. jón getur sér til að ritarinn hafi
þá ráðfært sig við aðra klerka því hann hefur síðar notað annað blek þegar hann fyllti í eyð-
urnar með þýðingum þeirra orða sem á vantaði (DI 1, 285).
REVELACIONES THORLACI EPISCOPI