Gripla - 20.12.2012, Page 144
GRIPLA142
fyrir ýmsar syndir, ekki síst í einkalífinu, með kerfisbundnum og auð-
mýkjandi skriftum eða föstum. um þetta valdatæki klerka bera skriftaboð
Þorláks biskups ágætt vitni.23
Páli skálholtsbiskupi var því vandi á höndum í þessu máli. Þótt hann væri
að sögn vel menntaður í klerklegum fræðum hafði hann aðeins verið djákni
að vígslu, eins og faðir hans, þegar hann var kjörinn til biskups eftir Þorlák
fyrir tilstilli föður síns. í sögu Páls er gefið í skyn að erindi norðlendinga
um helgi Þorláks hafi með yfirnáttúrlegum hætti bjargað biskups dómi Páls.
kaflann má lesa sem eins konar apológíu fyrir Pál vegna þess hve lítt áhuga-
samur hann hafði verið um heilagleika Þorláks framan af.
Á inu þriðja ári byskupsdóms Páls byskups andaðisk jón Loptsson,
faðir hans, allra heilagra messu [1. nóvember], sá maðr er þá var
gǫfgastr hǫfðingi á ǫllu Íslandi. Hann virði sér þat mikit niðrfall
vera, er þá var þess manns við misst er mest mátti hans virðing hefja
ok styrkja ok var skyldastr til allra manna. en allsvaldandi Guð, sem
hans gipt ok gæfu lét ávallt vaxa dag frá degi en aldregi minnka,
gœddi svá hans virðing at engi maðr hafði áðr á íslandi orðit af
sínum frændum jafn gǫfugr ok tiginn sem hann varð þá af sínum
náfrænda, Þorláki inum helga byskupi, af því at þá birti almáttigr
Guð dýrð hans ok heilagleik, fyrst fyrir norðan land en síðan um allt
Ísland ok ǫll lǫnd ǫnnur, þau er í nánd váru. En þótt Páll byskup
yrði þessum tíðendum fegnari en flestir aðrir þá fór hann þó svá
varúðliga með því máli at hann hafði alla hǫfðingja ok ina vitrustu
menn fyrir sér, mest um þeira atkvæði ok meðferðir þessa máls, ok
var þat eigi trútt at eigi legðisk sá orðrómr á af nǫkkurum mǫnnum
at hann vildi þetta mál lítt á lopt fœra af heilagleik ins sæla Þorláks
byskups“.24
Þegar Páll fór í vígsluferð sína á árunum 1194–1195 dvaldi hann mun
lengur með sverri konungi frænda sínum, sem þá var í banni páfa, en
með eiríki erkibiskupi.25 Raunar dvaldi hann ekki í eiginlegum skilningi
hjá eiríki því erkibiskupinn var þá landflótta vegna sverris konungs og
hélt til í Lundi við hirð danska erkibiskupsins Absalons. Það var Absalon
23 sveinbjörn Rafnsson 1982.
24 Ásdís egilsdóttir 2002, 307.
25 sama rit, 301–303.