Gripla - 20.12.2012, Side 145
143
sem vígði Pál en ekki eiríkur. saga Páls skýrir það svo að eiríkur hafi
verið viðstaddur en orðinn blindur og því forfallaður. Þó vígði þessi sami
eiríkur Guðmund Arason til biskups átta árum síðar í niðarósi, og sá þá
væntanlega lítt betur. sennilega hefur eiríkur ekki verið áfram um vígsluna
og viljað tefja hana en staða hans verið veik í útlegðinni í Danmörku. Páls
saga greinir frá því að vígslunni hafi verið flýtt að kröfu knúts konungs
valdimarssonar. Danakonungur átti hér tæplega sjálfur hagsmuna að gæta
og því nærtækt að ætla að hann hafi skipt sér af málinu af greiðasemi við
sverri, jafnvel að beiðni hans. fyrir samneytið við bannfærðan sverri kon-
ung var hinn nývígði biskup Páll ávítaður af ekki minna yfirvaldi en páfa
Innocentíusi III. í bréfi dagsettu 30. júlí 1198.26 Árið sem heilagleiki Þorláks
var staðfestur á alþingi var staða Páls því mjög erfið. Hann hafði bæði misst
helsta bakhjarl sinn á íslandi, föður sinn, og fékk ávítur frá æðsta yfirvaldi
Rómakirkju.
einhvern tíma um þetta leyti, líklega nokkrum árum fyrr, hefur eiríkur
erkibiskup skrifað Páli bréf um heilagleika Þorláks. í Þorláks sögu A er tekin
upp glefsa úr þessu skrifi: „Ágætan bróður várn, Þorlák byskup, góðrar
minningar, trúm vér helgan verit hafa í lífinu, en nú dýrlegan kraptanna
gimstein fyrir Guði ok mikils ráðanda.“27 í B-gerðinni er greinilega að finna
sömu glefsu en orðaða dálítið öðruvísi: „Gǫfugligan bróðr várn, Þorlák
byskup, sem nú er andaðr er gott á at minnask, hvern vér trúm helgan verit
hafa í sínu lífi ok dýrligan eptir lífit.“28 Þarna er ótvírætt um sama bréfið að
ræða og liggur beinast við að skýra orðalagsmuninn sem tvær sjálfstæðar
þýðingar þar sem A-gerðin sé fyllri en B-gerðin. Bréfið hefur upphaflega
verið skrifað á latínu, eins og önnur bréf erkibiskupa til íslendinga á þessum
tíma.29 í bréfinu koma enda fyrir latneskar formúlur auðþekkjanlegar þeim
sem haft hafa einhver kynni af embættisbréfum kirkjuhöfðingja. Það má
freista þess að endurheimta upprunalegt orðalag bréfsins á grundvelli þýð-
inganna tveggja og formfastrar hefðar í stílun slíkra bréfa:
26 Bréfið er varðveitt í upprunalegri gerð (DI 1, 298–301). fer páfi þar hörðum orðum um
að biskupar skuli „dirfast að eiga samneyti við bannfærða menn, og einkum sverri, bann-
færðan mann og trúvilling sem vegna gjörða sinna er óvinur Guðs og dýrlinga hans“ („et
qvod excommunicatis communicare præsumitis, et præsertim svero, et excommunicato et
apostatæ, Deo et sanctis ejus pro suis actibus inimico“) (300).
27 Ásdís egilsdóttir 2002, 85.
28 sama rit 193.
29 sjá nmgr. 22.
REVELACIONES THORLACI EPISCOPI