Gripla - 20.12.2012, Page 146
GRIPLA144
venerabilem fratrem nostrum, thorlacum episcopum, beate me -
morie, sanctum fuisse credimus in vita sua et post vitam gemmam
virtutum pretiosam coram Deo ac valde regentem.
eitthvað þessu líkt hefur orðfærið vísast verið í bréfi eiríks erkibiskups
til Páls jónssonar skálholtsbiskups. en hvaða ár var bréfið skrifað og af
hvaða tilefni? svarið við þeirri spurningu ræður miklu um hver átti í raun
frumkvæðið að helgun Þorláks.
í A-gerð sögunnar er bréfið beinlínis tengt við umræðuna sem upp-
hófst eftir dauða Þorláks er lærðir menn sögðu „at annat hvárt myndi helgi
Þorláks byskups upp koma ella myndi þess eigi auðit verða á íslandi, svá
sem eiríkr erkibyskup bar vitni um í bréfi því er hann sendi Páli byskupi,
svá segjandi“.30 í B-gerðinni stendur bréfið á sama stað í sögunni og
samhengið er óbreytt.31 spurningin er hvort hér sé beinlínis haft eftir eiríki
að annaðhvort muni helgi Þorláks „koma upp“ eða einskis manns á íslandi
og hefur það þá einnig staðið í bréfinu, hugsanlega rétt á undan hinum
tilvitnuðu orðum bréfsins? Þetta er hins vegar ekki alveg ljóst, því einnig
væri mögulegt að lesa söguna svo að orðin „svá sem eiríkr erkibyskup bar
vitni um í bréfi“ (A-gerð) vísi aðeins til hinna tilvitnuðu orða sem á eftir
fara en ekki til ummælanna á undan. en þar sem fáar vísbendingar eru
um tímasetningu bréfsins, aðrar en hið sögulega samhengi, er þó eðlileg-
ast að slíta það ekki úr því samhengi. Terminus post quem er sumarið 1194
(Þorlákur lést rétt fyrir jól 1193 og engar skipasamgöngur hafa verið við
noreg fyrr en að vori) og terminus ante quem 1205 þegar eiríkur lét af
embætti.
fleira en samhengið í Þorláks sögu bendir til þess að bréf eiríks sé skrifað
fyrir beinaupptökuna 1198 því svipur er með ummælum erkibiskups ins og
áðurnefndri bón Gissurar Hallssonar sem hann, samkvæmt Þorláks sögu,
setti fram við dýrlinginn á dánarbeði: „verið oss andligr faðir ok árnandi
miskunnar við almáttigan Guð, því at vér trúm því at þér munuð eigi
minna hafa vald í andligu lífi með Guði en nú hafi þér.“32 orð Gissurar eru
að öllum líkindum þýdd úr Vita S. Thorlaci, og þeirri latnesku málsgrein
30 Ásdís egilsdóttir 2002, 85.
31 sama rit, 193: „Margra vitra manna orð váru á því at annat hvárt myndi helgi Þorláks bysk-
ups upp koma ella myndi þess øngum auðit vera hér á íslandi. svá mælti ok eiríkr erki-
byskup í bréfi því er hann sendi Páli byskupi...“.
32 Ásdís egilsdóttir 2002, 187; sbr. 81.