Gripla - 20.12.2012, Page 147
145
sem höfundur sögunnar diktaði þarna upprunalega hefur þá verið ætlað
að sýna Gissur í jákvæðu ljósi, mælandi við Þorlák nánast sömu orðum og
eiríkur notaði í bréfi sínu til Páls. Önnur skýring á þessu svipaða orðalagi
getur verið sú að það ráðist einfaldlega af hefðbundinni lýsingu á hlutverki
dýrlinga, að eftir þetta líf hafi þeir „eigi minna ... vald í andlegu lífi með
Guði“ (orð Gissurar í sögunni) eða að í framhaldslífinu séu þeir „fyrir Guði
... mikils ráðanda“ (orð eiríks í sögunni). en fyrri skýringuna er þó ekki
hægt að útiloka í ljósi annarra sögulegra vísbendinga um aldur bréfsins.
Heilagleiki Þorláks hefur hugnast kirkjuvaldshreyfingu þeirri á norður-
löndum sem Hadríanus Iv. stofnaði með hjálp kanoka í París og á englandi
af því að Þorlákur var einn af þeirra liðsmönnum. Öllum klerkum á íslandi
og í noregi hefur auk þess þótt tímabært að íslendingar eignuðust helgan
mann. ekki var aðeins að norðmenn hafi þegar átt nokkra helga menn
heldur höfðu orkneyingar einnig lengi átt Magnús helga, eins og greint
er frá í Orkneyinga sögu og rituð var á íslandi um 1180.33 í „Rannveigar
leiðslu“ er vitnisburður um átrúnað íslendinga á þessum tíma en þar ákallar
Rannveig „fyrst Mariam drottningu ok Pétr postola. Hon kallaði á hinn
heilaga ólaf konung ok Magnús jarl inn helga, ok Hallvarð, því at menn
héto þá mjǫk á þá hér á landi.“34 Leiðslan á að hafa átt sér stað þváttdag
að föstuígang 7. febrúar 1198, eða fáeinum mánuðum áður en heilagleiki
Þorláks er opinberaður á alþingi, þótt skrásetjarinn horfi á atburði úr nokk-
urri fjarlægð í tíma eins og sést af tilvitnuninni.35
Andlát Þorláks hefur verið þeim mun meira viðeigandi efni í bréfi
eiríks erkibiskups til Páls biskups því nær andlátinu sem það hefur verið
33 Helgi Guðmundsson 1997, 274.
34 stefán karlsson 1983, 94–95. „Rannveigar leiðsla“ kemur fyrir í öllum gerðum Guðmundar
sögu og hefur hún að mati stefáns karlssonar einnig staðið í frumgerðinni, *Prestssögu
Guðmundar, frá fyrri hluta 13. aldar (stefán karlsson 1983, 247). um Magnús eyjajarl og
íslendinga, sjá Haki Antonsson 2007, 17–22.
35 Hér er ekki rúm til þess að ræða uppruna „Rannveigar leiðslu“ en margt í henni er líkt
efninu úr *Revelaciones Thorlaci episcopi: 1) að Rannveig segir Guðmundi Arasyni af vitrun
sinni; 2) Rannveig fær fyrirmæli í vitrun sinni um að segja hana helstu kennimönnum; 3)
Björn einsetumaður á Þingeyrum er nefndur; 4) Þorlákur biskup virðist ekki hafa afger-
andi sérstöðu meðal heilagra manna íslenskra, sem allnokkrir eru nefndir, en það staðfestir
að sýnin sé frá því fyrir alþingi 1198; 5) ólafur konungur, Magnús jarl og hinn heilagi
Hallvarður reyna að fullvissa Rannveigu um að ekki skorti heilaga menn á íslandi, eigi séu
á öðrum löndum „at jafnmiklum mannfjölda“ fleiri heilagir menn en á íslandi. virðist sú
fullyrðing ætluð til að sefa áhyggjur manna að ekki hafi enn komið upp helgi neins manns
á íslandi.
REVELACIONES THORLACI EPISCOPI