Gripla - 20.12.2012, Page 148
GRIPLA146
skrifað. ef bréf eiríks er hins vegar svar við bréfum þeim sem Páll kom
á Guðmund Arason þegar hann hélt í vígsluferð sína til niðaróss 1202
(þessi bréf eru nefnd í sögum beggja biskupa), hefur Páll ekki sagt frá
helgun Þorláks fyrr en fjórum árum eftir atburðina. ósennilegt verður að
teljast að Páll hafi dregið svo lengi að segja erkibiskupi frá þeim gleðilega
atburði að helgi Þorláks hafi komið upp á íslandi. erkibiskupinn var, eins
og Þorlákur, Parísarmenntaður kanoki sem lifði undir reglu Ágústínusar
og ekki er ósennilegt að þeir hafi þekkst frá námsárum Þorláks í París
1153–1160.36 í B-gerð Þorláks sögu segir að þegar Þorlákur sneri aftur eftir
sex ára dvöl utanlands hafði hann „sér at fararblóma lærdóm ok lítillæti
ok marga góða siðu þá er hann sá í sinni brotferð með mǫrgum góðum
mǫnnum, byskupum ok ǫðrum lærðum mǫnnum ok ráðvǫndum“.37 Þegar
eiríkur kallar Þorlák „bróðr várn“ (fratrem nostrem) í bréfi sínu kann því að
liggja meira að baki en innantóm kristileg formlegheit. faðir eiríks, ívar
kálfsson skrauthanski, var að vísu íslendingur en líklega hefur þjóðernið
skipt minna máli en kanokabróðernið. samkvæmt sögu Þorláks hittust
þeir eiríkur aftur í niðarósi þegar Þorlákur fór í vígsluför sína 1177–1178.38
Þorlákur stofnaði fyrsta íslenska kanokasetrið undir reglu Ágústínusar á
Þykkvabæ í veri. og jafnvel eftir að hann varð biskup í skálholti hélt hann
áfram að lifa undir kanokareglu og gekk í einkennisklæðnaði reglunnar,39
enda birtist hann fólki iðulega í vitrunum klæddur „í svartri kápu“ eða
„kanokabúningi“. Hollusta hans undir páfa, erkibiskup og hina herskáu
hreyfingu kirkjuvaldsmanna á norðurlöndum hefur verið algjör því fóstur
36 um norsku erkibiskupana eystein, eirík og Þóri og tengsl þeirra við st. victor klaustrið í
París, sjá Arne odd johnsen 1939 og 1943–1946. tengsl Þorláks við ráðandi klerka í noregi
náðu áreiðanlega allar götur aftur til þess er hann hélt til Björgvinja 1153. Þá var nikulás
Breakspear kardináli, síðar Hadríanus Iv. páfi, á norðurlöndum í þeim erindagjörðum
fyrir páfa að stofna erkibiskupsstól í niðarósi. setti hann meðal annars kórsbræður við
allar dómkirkjur í noregi sem skyldu kjósa biskupa og erkibiskupa í samræmi við greg-
orískar lagasetningar. endurskipulagning norsku kirkjunnar kallaði á betur menntaða og
fleiri klerka, og voru efnilegir ungir norðmenn því sendir til skólunar í París hjá kanokum
sem fylgdu reglu Ágústínusar, en þar átti Breakspear sjálfur rætur. í París var á þessum
tíma mesta miðstöð háskólastarfs í allri álfunni. Þorlákur hefur slegist í hópinn en námsár
hans falla saman við valdatíma Hadrianusar Iv. um tíma dvaldi hann í Lincoln, sem þá var
miðstöð franskrar menntunar á englandi.
37 Ásdís egilsdóttir 2002, 148.
38 sama rit, 65–66, 157.
39 sama rit, 67.