Gripla - 20.12.2012, Page 150
GRIPLA148
fyrir Brand Hólabiskup og aðra vini sína.41 ef Páll hefur á þessum fundi
haft tilvitnað bréf eiríks með sér og sagt Brandi biskupi frá efni þess,
eins og eðlilegt má teljast, verður það skiljanlegra hvers vegna norðlenskir
klerkar taka að beita sér fyrir því að heilagleiki Þorláks komi fram á næstu
misserum, einkum og sér í lagi ef þeir hafa séð að málinu varð ekki þokað
á suðurlandi þar sem jón Loftsson, faðir Páls, drap það niður. ef rætt
hefur verið um heilagleika Þorláks strax í vígsluför Páls verður sömuleiðis
auðveldara að skýra fremur írónísk ummæli sverris konungs um helgan
mátt Þorláks, þegar hann segir að feðgunum erlingi skakka og Magnúsi
syni hans „hefði þá allir hlutir léttast gengit er þeira var vingan á milli ok
Þorlákr var þar í landi, bæði í sóknum ok náliga velflest annat.“42 ummælin
er að finna í Þorláks sögu og þarna er vísað til vígsluferðar Þorláks sem hann
fór 1177–1178, eða um það leyti sem sverrir hafði tekið sér konungsnafn og
stóð í stríði við erling jarl og Magnús. Magnús var drengur að aldri þegar
eysteinn erkibiskup krýndi hann 1163 konung yfir noregi með landið í léni
frá ólafi helga. viðstaddir þá athöfn voru stefán af orvieto, sendimaður
Alexanders III. páfa, og jón Loftsson. sverrir konungur virðist gefa í skyn
að óvinum sínum, sem hann réð báða af dögum, hafi vegnað vel á meðan
Þorlákur dvaldi hjá þeim vegna þess að Guð hafi viljað veita vinum Þorláks.
ummæli sverris eru aðeins skiljanleg ef þau eru látin falla eftir að Þorlákur
var orðinn dýrlingsefni, þ.e. að honum liðnum, og vel er hugsanlegt að
heimildarmaðurinn sé einmitt Páll biskup sem, eins og áður sagði, dvaldi
lengst af með sverri á leiðinni í og úr vígsluferð sinni 1194–1195. sverrir
lést 9. mars 1202 en samkvæmt sögu Þorláks hafði hann þessi ummæli
um Þorlák „opt uppi“. Það rímar ekki við að hann hafi frétt af atburðum
á íslandi skömmu fyrir andlát sitt. ef sverrir hafði spurnir af heilagleika
Þorláks jafnvel fyrir 1198 er afar ósennilegt að eiríkur erkibiskup hafi ekki
þekkt til málsins löngu áður en Guðmundur færði honum bréfin frá Páli
biskupi 1202. Þau bréf hafa að líkindum haft að geyma afrit af Vita St.
Thorlaci, sem eiríkur hefur tæplega verið mjög ánægður með, enda ekki
minnst þar á baráttu Þorláks biskups gegn frilluhaldi jóns Loftssonar,
Gissurar Hallssonar og fleiri höfðingja.
frumkvæði Guðmundar Arasonar og norðlendinga í málinu hefur
þá ekki stafað af einni saman þeirra „ofdirfð ok hvatvísi“ (orðfærið er úr
41 sama rit, 303.
42 sama rit, 65.