Gripla - 20.12.2012, Qupperneq 152
GRIPLA150
fyrsti atburðurinn gerist með eftirfarandi hætti: Bónda einn í vatnsdal,
eigi langt frá Þingeyrum, dreymir að maður kemur að sunnan yfir heiðina
og bóndinn spyr frétta af Þorláki, en fær þetta svar: „eigi heitir hann nú
Þorlákr. Hann heitir nú Ráðvaldr með Guði.“45 Bóndinn vaknar og segir
karli ábóta á Þingeyrum draum sinn, en ábóti réð drauminn svo að nú væri
Þorlákur andaður og hefði dýrð með Guði. Atburðurinn er tímasettur á
jólum þegar eftir andlát Þorláks 1193 og áður en tíðindin um andlátið spyrj-
ast norður í land. nafnið „Ráðvaldr“ kemur fyrir í kafla um mannaheiti
í Skáldskaparmálum („Heitir spekingr ráðvaldr“), en er hvorki líkt nafni
„Þorláks“ né augljóst val af öðrum ástæðum. í Þorláks sögu er þessi frásögn
þýdd úr latínu og má því hugsa sér að í nýja nafninu felist einhver latneskur
orðaleikur. nokkur líking er með draumi vatnsdalsbónda og ummælum
eiríks erkibiskups í áðurnefndu bréfi til Páls biskups. Lokaorð tilvitn-
unarinnar í A-gerðinni „fyrir Guði ... mikils ráðanda“ minna á frásögn
vatnsdalsbóndans, að Þorlákur heiti nú „Ráðvaldr með Guði“. ef glefsan úr
bréfi erkibiskups hefur upprunalega endað á coram Deo ac valde regentem,
eins og ég hef giskað á, mætti hugsa sér að það orðalag hafi mótað skrán-
ingu karls ábóta á frásögn bóndans.46 sagnorðið rego, regere, rexi er þrisvar
notað um ráðsemi Þorláks í þeim íslensku latínutextum sem varðveittir eru
og atviksorðið valde („mjög“), sem hér herðir á merkingu lýsingarháttarins
regentem, „ráðandi“, er notað í 20. línu lofkvæðis Bergs sokkasonar um
Þorlák frá því um 1350, svo endursköpun mín á texta bréfsins virðist í góðu
samræmi við dæmigert klerklegt orðfæri á miðöldum.47
næst er frásögn, sem aðeins er varðveitt í C-gerð sögunnar, af atburði
sem sömuleiðis tengist Þingeyraklaustri. segir þar frá Birni einsetumanni
(talinn meðal helgra manna í „Rannveigar leiðslu“) sem eftir dauða Þorláks
45 sama rit, 192–193.
46 nafnaleikurinn í þessari vitrun minnir nokkuð á nöfnin í spásögn beru konunnar í „Draumi
Huga prests“ í Hemings þætti Áslákssonar í Hauksbók, sbr. nmgr. 85. Önnur skýring á
Ráðvaldsnafninu, en síður líkleg, gæti tengst orðmyndinni Consolator (dregin af so. consolor,
„ég hughreysti“) sem kemur fyrir í Þorlákstíðum (sue plebis consolator). ef hún er skilin sem
eiginnafn, hefur hún einhverja hljóðlíkingu við hið latneska nafn Þorláks, Thorlacus (o-ið
og -lator fyrir -lacus). Þannig gæti hún ef til vill hafa orðið kveikjan að nafninu „Ráðvaldr“.
Miðaldaþýðandi hefur ekki hikað við að setja sögnina consolor í orðsifjar við consilium, „ráð“,
og consulo, „gefa ráð“. tilsvar bóndans gæti þá hafa verið þannig í frumtexta: Non Thorlacus
sed Consolator apud Deum appellatus est.
47 Ásdís egilsdóttir 2002, 354 (familian suam ... regere), 363 (Rexit ecclesiam); Róbert Abraham
ottósson 1959, 82 (Augustini / quem rexit regula); fahn og Gottskálk jensson 2010, 38 (valde
pusillo).