Gripla - 20.12.2012, Síða 158
GRIPLA156
hann iheilagra manna tølo. ok fara þeir suðr eptir þingit. ok koma
iskala hollt at margretar messo hinne siðaʀe. Eɴ i þesse þionosto
giørð. er þa var giør ɢuðe til dyrðar. ok hinum sẻla Thorlacʜi
byskupi. þa sette Pall byskup G(uðmund) prest Ara s(on) nẻst þeim
byskupunum at allre syslu ok leto þeir haɴ þeʀa kistonne med ser.
er byskup var i kirkiv boriɴ. ok G(uðmundr) prestr reð mesto huat
sungit var. þa er heil(agr) domreɴ var upp tekinn. Þar uurðo margar
merkilegar iartegnir af heilagleic Thorl(aks) byskups med ɢuðe.59
Mikilvægi Guðmundar við þessa athöfn tengist því væntanlega að viðstaddir
klerkar vissu að hann var ekki aðeins kunnáttusamur um dýrlinga og helga
dóma heldur jafnframt einn helsti höfundur þessa máls. Aftur snúinn að
Hólum lét Brandur biskup næsta vetur, 14.–16. desember 1198, einnig að
áeggjan Guðmundar Arasonar, taka upp bein jóns Ögmundssonar, fyrsta
biskups á Hólum sem lést 23. apríl 1121. var haus jóns biskups þveginn og
beinavatnið geymt en beinin sett niður aftur með heilögu bænahaldi undir
tréhvolfi inni í Hólakirkju. Þetta var þó ekki hin formlega upptaka beina
jóns sem fyrst fór fram hálfu öðru ári síðar.
Á þinginu árið eftir, 1199, lét Páll biskup „ráða upp at bœn manna
jarteinir ens sæla Þorláks byskups“ sem þá höfðu verið ritaðar á latínu
og leitt var í lög að messa skyldi á dánardegi dýrlingsins 23. desember.60
upplesturinn hefur væntanlega verið liður í einhvers konar Þorláksmessu
á alþingi. sýnir þetta að Vita S. Thorlaci hefur verið diktað einhvern tíma
frá beinaupptökunni í júlí 1198 og fram til þingsins í júní 1199 þegar lífs-
sagan með jarteinum var lesin fyrir þingheim.61 kannski hefur efnið verið
59 stefán karlsson 1983, 100–101.
60 Ásdís egilsdóttir 2002, 135.
61 orðið „jarteinir“ útilokar ekki að lífssagan, eða valdir kaflar úr henni, hafi einnig verið lesin
á þinginu, eins og venja var við messu dýrlinga. í elstu jarteinum Þorláks á norrænu segir
að Páll hafi látið lesa upp á alþingi jarteinir „þær er hér eru skrifaðar á þessi bók“ (Ludvig
Larsson 1885, 28; Ásdís egilsdóttir 2002, 135). Handritið AM 645 4to, sem geymir þessar
jarteinir, er talið skrifað um 1220, og því hafa fræðimenn ályktað að það hafi verið frumrit
AM 645 4to sem Páll lét lesa á alþingi 1199. frumritið, eða frumrit frumritsins, hefur hins
vegar verið á latínu því AM 645 4to er safnrit helgisagna eingöngu með norrænum þýð-
ingum úr latínu. Margt í elstu jarteinunum hefur auk þess á sér augljósan þýðingarbrag,
einkum meðferð eiginnafna (Gottskálk jensson 2009, 104–105). Þorláksefnið hefur ekki
verið þýtt á norrænu fyrr en eftir 1206 (Gottskálk jensson 2009, 102–105). Þorláks saga
stendur fremst í AM 645 4to og vantar framan á handritið og söguna svo lífssagan sjálf er
glötuð en jarteinirnar einar varðveittar. Ljóst er að lífssagan hefur staðið á undan jartein-