Gripla - 20.12.2012, Page 159
157
þýtt og skýrt fyrir ólærðum jafnóðum á þjóðtungunni, svo sem alsiða var
við messur. eins og jakob Benediktsson benti á í grein í afmælisriti jóns
Helgasonar frá 1969 þurfti lífssögu á latínu fyrir messu heilagra manna
en upp úr henni voru einnig samin les (lectiones) og ortur tíðasöngur
(officia).62
Vita S. Thorlaci Scalholtensis episcopi et confessoris er höfundarlaust verk.
Að minnsta kosti eitt eintak af þessum íslenska latínutexta var til svo seint
sem 1397 í kirkjunni á Melum í Melasveit, samkvæmt máldaga hennar (DI
4, 193). Á sama tíma kann að hafa verið til annað, ásamt lesum, í kirkjunni
í Hólmi á Rosmhvalanesi (DI 4, 105). Árni Magnússon fann í upphafi 18.
aldar tvö brot úr verkinu, AM 386 I og II, hið fyrra frá því um 1200 en hið
síðara eitthvað yngri texti, styttur og endurskrifaður upp úr lífssögunni.
ekki er vitað hvaðan fyrra brotið kemur, en hið síðara er „aptan af legend-
ario frȁ Vallanese í Fliotzdals herade“, eins og segir á seðli með hendi Árna.
í máldögum er vísað til Vita S. Thorlaci með heitum eins og „Þolláks saga
á latínu“ (DI 4, 193) og stundum er efni bóka ekki tilgreint. Því verður
alls ekki útilokað að fleiri eintök af latínusögunni hafi verið til fram eftir
öldum. Þær Þorlákstíðir sem við þekkjum í AM 241 A fol. eru frá 14. öld,
nema eitthvað úr þeim eigi uppruna í elstu tíðunum frá 1199.63
vorið eftir fyrstu Þorláksmessuna voru bein jóns Hólabiskups formlega
upp tekin fyrir norðan og færð inn í dómkirkjuna með sama hætti og bein
Þorláks. Gegndi Guðmundur Arason lykilhlutverki í helgun jóns og talaði
fyrir málinu á Lögbergi þegar messudagur jóns biskups var sömuleiðis í lög
leiddur á alþingi árið 1200. Guðmundur Arason fól Gunnlaugi Leifssyni
að dikta eða komponera Vita sancti Johannis Holensis episcopi et confessoris,
unum, en þær ekki staðið einar sér, ekki aðeins af því þannig eru aðrar gerðir Þorláks sögu
saman settar heldur segir beinlínis á einum stað að frásögnin af beinaupptökunni hafi farið
á undan („þann vetr eptir er heilagr dómr ens sæla byskups hafði verit upp tekinn ór jǫrðu
áðr [of] sumarit ok nú hefir áðr verit mjǫk mart frá sagt“, Ludvig Larsson 1885, 22; Ásdís
egilsdóttir 2002, 128). Þessi orð standa í jartein af húsfreyju sem týnt hafði gullsylgju.
sú jartein kemur einnig fyrir í A- og B-gerð sögunnar en svo mikið stytt að tilvísunina í
beinaupptökuna vantar (Ásdís egilsdóttir 2002, 19, 211). sjá fahn og Gottskálk jensson
2010, 22–23.
62 „[A]ð semja ævisögu (vita) dýrlingsins á latínu [...] var beint skilyrði þess að hann yrði tekinn
í heilagra manna tölu. úr þeim texta hafa síðan verið gerðir latneskir textar til lítúrgískra
nota á messudögum Þorláks, sem og var skilyrðislaus nauðsyn jafnskjótt og messuhald
dýrlingsins var upp tekið.“ jakob Benediktsson 1969, 106.
63 Róbert Abraham ottósson gaf tíðirnar út árið 1959 og telur líklegt að þær séu eftir Arngrím
Brandsson.
REVELACIONES THORLACI EPISCOPI