Gripla - 20.12.2012, Page 160
GRIPLA158
og hefur sá texti ásamt tíðasöng hugsanlega verið til og notaður þegar 3.
mars árið 1200 þegar messa jóns biskups helga var sungin í fyrsta sinn
við hátíðlega athöfn. jarteinir þeirrar norrænu Jóns sögu helga sem nú er
varðveitt verða allar á árunum 1198–1201. Hólamenn hafa þannig veturinn
1197–1198 hafið vinnu við helgun beggja biskupa, með vitorði og hjálp
tveggja skálholtsklerka, Gissurar Hallssonar og orms kapelláns, og því
starfi hefur að mestu leyti verið lokið vorið 1201.
vitranir frá riti Gunnlaugs í „jarteinabók II“
en lítum nú á það efni sem í svokallaðri „jarteinabók II“ er rakið beint til
vitrana þeirra „er Guðmundr prestr er síðan var byskup sendi Gunnlaugi
múnk at hann skyldi dikta“. fyrst er frásögn af valgerði, frumvaxta
konu sem „vanstillt var í skapi ok óhlýðin í æsku, orðstór ok óráðin“;
þá saga af eigendum hests og uxa; Þórði presti; konu með fótarverk sem
Þorlákur læknar; og að lokum eyjólfi nokkrum er bjó skammt frá Hólum.
Mikilvægt er að sýna fram á að vitranir þær sem hér eru endursagðar
samræmist því sem við höfum að ofan séð að átti við efni þess rits sem
Brandur sendi með ormi kapellán til Páls biskups á alþingi 1198.
sagnaritarinn – líklega Bergur sokkason, eins og áður sagði – segist
munu „skyndilega yfir fara“ þessar vitranir, sem hlýtur að þýða að efnið sé
stytt á þann hátt að vitrunum sé sleppt því allnákvæmar lýsingar á atvikum
og orðaskipti persóna benda til að það efni sé heillegt sem tekið er upp og
þýtt.
valgerður verður Þorláks vör á messudegi hans:
ok um messudaginn sjálfan kenndi hon sýnt óhægenda, ok
höfg aði hana. Þá þóttisk hon sjá Þorlák byskup í svartri kápu
[kanokabúningi hans], hafa handlín á hendi ok signdi hana ok mælti:
„nú muntu heil verða. efn þú vel heit þín, ok seg þessa vitran jóni
presti.“ ok þá vaknaði hún.
jóladag var hon í kirkju, ok höfgaði henni. Hon þóttisk þá
sjá inn helga Þorlák byskup, skrýddan ok kórónaðan, ok blezaði
lýð inn ok mælti: „Heim skal ek nú skunda í skálaholt,“ sagði hann,
„til hámessu, ok styrkja þar Guðs embætti, en ek mun verða þér
ásjármaðr, ef þú varðveitir vel þitt ráð.“