Gripla - 20.12.2012, Page 166
GRIPLA164
ok uaknade hann. þessi brestir er synína sa var afui jons byskups
ok bio sidan j þykkva bæ j verí ok enn bar flæíre merkiligar synir
firir menn þa er menn frettu fram for þorlaks byskups af þessum
heímí.76
Þetta síðasta sýnir að sá sem skrifaði texta Flateyjarbókar þekkti efni úr
*Revelaciones Thorlaci episcopi eftir Gunnlaug Leifsson því umsögnin á
engan veginn við um Ólafs sögu Tryggvasonar, þar sem ekki hefur verið
að finna „fleiri merkiligar sýnir“ sem bar fyrir menn „þá er menn fréttu
framför Þorláks byskups af þessum heimi.“
í norrænu þýðingunni á „sýn Brestis“ er Þorláki helga Þórhallssyni
ruglað saman við nafna sinn Þorlák eldri, sem var Runólfsson, og Magnúsi
einarssyni, eftirmanni Þorláks eldri, bætt við fyrir einfaldan mis skilning
þýðandans á latínutexta Gunnlaugs.77 Afar ólíklegt verður að teljast að
Gunnlaugur Leifsson hafi bæði safnað vitrunum um Þorlák yngri og
Þorlák eldri, sem engar heimildir eru um að menn hafi viljað gera helgan
með sama hætti og Þorlák yngri.78 ef svo væri yrðum við að gera ráð fyrir
glötuðu vitranariti eftir Gunnlaug um Þorlák Runólfsson. Ruglingurinn
er til kominn vegna þess að Gunnlaugur hefur ekki skrifað föðurnöfn
þessara biskupa í latínutexta sínum heldur aðeins eiginnöfnin thorlacus og
magnus.
Það sem einkennir latínutexta frá þessum tíma í samanburði við nor-
ræna texta er einmitt að þar eru ekki notuð föðurnöfn (patronymica)
sem kenninöfn.79 jafnvel erkibiskupinn eysteinn erlendsson er aðeins
eysteinn eða Augustinus í formála sagnarits theodoricusar Historia de
76 ólafur Halldórsson 1958–2000 3, 65.
77 Magnús einarsson var biskup í skálholti 1134–1148. Hann lést í húsbrúna ásamt fjölda
annarra.
78 einhverjar vísbendingar eru þó í Hungurvöku um himnaför Þorláks Runólfssonar (d. 1133),
sem verið hafði fóstri Gissurar Hallssonar, en frásagnir þeirrar sögu eru, eins og segir í
formála, hafðar eftir Gissuri. sagan segir að sama dag og Þorlákur Runólfsson andaðist
og á sömu stundu hafi prestur á faraldsfæti heyrt sungna cantilena Lamberti episcopi (Ásdís
egilsdóttir 2002, 27). einnig kemur fyrir meðal heilagra manna íslenskra í „Rannveigar
leiðslu“ Þorlákur eldri, þ.e. Runólfsson, en þar er hann talinn minna heilagur en jón Ög-
mundsson, Þorlákur Þórhallsson, Björn Gilsson og ísleifur Gissurarson.
79 norræn föðurnöfn voru raunar til vandræða í latínutextum á öllum öldum og lærðum
mönnum tókst aldrei að koma saman traustu kerfi til þess að endurskapa þau á latínu.
Þetta sést glögglega á hinum mörgu og ólíku útgáfum sama nafns sem fyrir koma í þeim
latneskum þýðingum íslenskra miðaldasagna sem prentaðar voru fram á 19. öld.