Gripla - 20.12.2012, Page 167
165
antiquitate regum Norwagiensium. Það sama gildir um lengsta latínubrotið
úr Þorláks sögu (AM 386 4to II); í því heitir jón Loftsson aðeins Johannes
pre clarus princeps huius patrie en í A-gerð sögunnar stendur á sama stað „jón
Loptsson er þá var mestr hǫfðingi á Íslandi“.80 Það er raunar ófrávíkjanleg
regla í þeim íslensku latínutextum um Þorlák (sögutextum, jarteinum,
lesum og tíðaversum), sem varðveittir eru, að föðurnöfnum er sleppt. Það
sama sést jafnframt í elstu norrænu jarteinunum í AM 645 4to (með einni
undantekningu), enda þýddar úr latínu. í jartein um Gissur Hallsson í
þessum texta heitir hinn virðulegi höfðingi Haukdæla aðeins „Gizurr, góðr
hǫfðingi ok gǫfugr“81 en í C-gerð sögunnar, í handriti frá 17. öld, hefur
föðurnafni hans verið bætt við jarteinina. nefna mætti fleiri dæmi. í yngri
gerðum sögunnar bæta þýðendurnir oft föðurnöfnum við, ef þeir þá þekkja
þau, og það hefur þýðandi „sýnar Brestis“ reynt að gera.
Hugsanlega hefur áhugaleysi latínuklerka á feðrun manna stafað af
því að hugmyndafræði kirkjunnar vildi gera alla menn jafna frammi fyrir
Drottni, en sennilegri skýring er þó sú að íslenskir höfundar latínutexta
hafi sett sig í stellingar og skrifað eins og fyrir alla klerka heimsbyggðar-
innar. franskur eða ítalskur kardínáli sem las íslenskan latínutexta hafði
þá ekkert við þær upplýsingar að gera að Gissur væri sonur einhvers Halls
í Haukadal eða jón sonur einhvers Lofts í odda. enginn franskur eða
ítalskur latínutexti veitti slíkar upplýsingar. Þetta er þeim mun sennilegri
skýring sem íslenskum bæjarheitum og örnefnum er yfirleitt einnig
sleppt í slíkum textum, nema ef um er að ræða biskupssetur, klaustur eða
markverða kirkju.
en þótt Gunnlaugur hafi aðeins skrifað þarna thorlacus og magnus, hví
hefur þýðandinn þá ekki borið kennsl á Þorlák helga? Mistökin hafa átt
sér stað þegar hann reyndi að átta sig á því hver þessi magnus væri sem
draummaðurinn Þorlákur spáir að verði eftirmaður sinn. í Þorlákstíðum frá
miðri 13. öld segir á einum stað Aquilonis iam latera / magno regi sunt subdita
(„jaðrar norðursins / heyra nú undir hinn mikla konung“). Á fjórða áratug
síðustu aldar misskildi Paul Lehmann þetta vers, hélt að þarna væri vísað til
Magnúsar konungs erlingssonar (1156–1184) þótt hinn „mikli konungur“
80 Ásdís egilsdóttir 2002, 63.
81 Ásdís egilsdóttir 2002, 112. Hugsanlega hefur staðið þarna Giserus, optimus princeps ac
nobilis.
REVELACIONES THORLACI EPISCOPI