Gripla - 20.12.2012, Page 168
GRIPLA166
sé örugglega kristur sjálfur, sem nú hafði lagt undir sig ísland enda tíðirnar
frá miðri 14. öld.82
Rót vandans er uppruni hins norræna Magnúsarnafns. eins og e.H.
Lind benti á í fornnafnaregistri sínu er nafnið upprunalega myndað af
latneska lýsingarorðinu magnus. fyrsti nafnberinn var Magnús góði nor-
egskonungur, sonur ólafs helga Haraldssonar.83 í Ólafs sögu helga segir frá
því er sighvatur skáld valdi drengnum nafn og lét skíra hann í höfuðið á
karlamagnúsi sem heitir á latínu Carolus magnus. fyrsti íslenski nafnberinn
var síðan skírður í höfuðið á Magnúsi góða, hann var Þorsteinsson síðu-
Hallssonar, sem aftur var föðurafi Magnúsar einarssonar skálholtsbiskups,
eftirmanns Þorláks Runólfssonar. Magnúsarnafnið gat því valdið misskiln-
ingi þegar það kom fyrir í latínutexta.
Það sem staðið hefur í texta Gunnlaugs hefur verið eitthvað í þessa
veru: magnum habetote vos presbyterum et patrem spiritualem (mikinn skulu
þér hafa biskup og andalegan föður).84 Þetta hefur þýðandi „sýnar Brestis“
skilið sem „Magnús skulu þér hafa biskup...“, og bætt við „einarsson“ af
því að hann þóttist hér þekkja ákveðinn skálholtsbiskup. Þá hefur hann
einnig bætt við „Runólfsson“ fyrir aftan nafn Þorláks af því að hann kunni
utan að röð elstu biskupa á staðnum. Höfum í huga að þýðandinn hafði
mestan áhuga á persónu ólafs tryggvasonar í vitruninni en hirti minna um
upphaflegt samhengi frásagnarinnar. Misskilningur hans er kaufalegur en
þó er honum nokkur vorkunn. Honum hefur ekki dottið í hug að latneska
orðið magnus væri hér lýsingarorð. Þvert á móti hefur hann þóst glöggur að
átta sig á því hver þessi Magnús biskup væri, því svo vildi til að eftir Þorlák
eldri varð biskup í skálholti maður með því nafni.
Önnur mistök hins norræna þýðanda „sýnar Brestis“ eru þau að svar
hins framliðna Þorláks við spurningunni um eftirmann sinn hafi mátt vera
svo ljóst og ótvírætt að beinlínis væri gefið upp eiginnafn eftirmannsins
(föðurnafninu hefur hann bætt við sjálfur). spásvör í vitrunum eru öll
fremur óljós og loðin, svo sem viðeigandi er þegar veitt er innsýn í ókomna
82 Róbert Abraham ottósson 1959, 79.
83 e. H. Lind 1905–1915, 756.
84 Presbyteri (í flt.) kemur tvisvar fyrir í latínubrotum Þorláks sögu í tengslum við upptöku-
söguna. norræna orðið „prestur“ er dregið af presbyter, sem er tökuorð úr grísku og merkti
„öldungur“, með öllum þeim merkingaraukum sem fylgja: „ráðsmaður“, „klerkur“, „biskup“,
„höfðingi“, „skörungur“.