Gripla - 20.12.2012, Page 169
167
tíð.85 Þannig svarar Þorlákur í sýn valgerðar spurningu hennar um hve lengi
hún eigi eftir ólifað með hæfilega óljósum hætti: „Mjök lengi. í inni þriðju
sótt muntu andask“.86 eins og við sáum að ofan er sýn valgerðar beinlínis
sögð vera úr vitranasafni Gunnlaugs.
síðast en ekki síst má benda á að í Þorláks sögu A og C-gerð (eyða er
á þessum stað í B-gerð) eru Þorláki biskupi eignuð mjög svipuð ummæli
á dánarbeði. eitt hið síðasta sem hinn deyjandi biskup segir við Gissur
Hallsson og aðra lærða menn sem hjá honum eru (þar á meðal er ormur
kapellán) er þetta: „en næst eptir mik mun koma mikill höfðingi“; eða
eins og C-gerðin hefur það: „en sá mun koma eftir mik, er mikill skör-
úngr mun.“87 orðalagsmunur í gerðunum bendir til tveggja sjálfstæðra
þýðinga úr latínu. Hér getur vel hafa staðið í latínusögunni eitthvað um
magnus presbyterus. ekki þurfa ummælin samt, þótt lík séu, að hafa verið
með nákvæmlega sama orðalagi í Vita S. Thorlaci Skalholtensis episcopi et
confessoris og riti Gunnlaugs, *Revelaciones Thorlaci episcopi, því í fyrra
skiptið talar Þorlákur á dánarbeði en í hinu síðara er hann framliðinn og
ávarpar Bresti úr langskipi ólafs tryggasonar.
Hér skýrist kannski líka hvers vegna Brestir þessi er sagður af jóni
presti Þórðarsyni, skrifara Flateyjarbókar, hafa síðar búið í Þykkvabæ í
85 Loðnum og óræðum svörum draummanna fylgir stundum ráðning á eftir. „Draumur Huga
prests“ í Hauksbók (frá 1306–1308) er góður til samanburðar. Atburðurinn á að hafa gerst
á Ögvaldsnesi í noregi skömmu fyrir orrustuna við stanfurðubryggju (stamford Bridge)
árið 1066, þar sem Haraldur konungur harðráði féll. Þátturinn er talinn ritaður á 13. öld
en frumgerð „Draums Huga prests“ gæti verið frá 12. öld (Gillian fellows jensen 1962,
cxxxviii, clii). Huga dreymir „albera“ konu í kirkjugarðinum sem biður hann um sérstaka
meðferð á beinum sínum. í staðinn spyr prestur um óorðna atburði: „segþv mer þa segir
prestr hversv man konvngi varvm faraz or landi. hon svarar fellr hann. prestr spvrði hverr
man þa raða ʀiki. Friðleifr s(egir) hon. hve lengi ræðr hann s(egir) prestr. .víj. vetr ok xx.
s(egir) hon. hvat tekr þa við s(egir) hann. styrlavgr man þa koma s(egir) hon. hversv lengi
man hann rikia segir prestr. tiv vetr segir hon. hvat tekr þa vid s(egir) hann. Goðraðr ok
Goðvili ok Harðraðr s(egir) hon. hverr verðr þeira langœztr. Harðraðr s(egir) hon. <hve>
lengi ræðr hann segir prestr. .v. vetr ok .xx. segir hon en eftir hann verða morg illvirki ok
mvn ek nv eigi segia framaʀ. prestr vaknar... en þar var Olafr kyʀi er <hon> kallaði friðleif
en Magnus berfœttr þar er hon nefndi styrlavg eystein þar er hon nefndi Godrað en olafr
þar er hon nefndi Goðvilia en Iorsala sigvrðr þar er Harðraðr var en gvð fyribavð at hon
segþi þav illvirki er siþaʀ vrðv gor“ (Jensen 1962, 44). Ég þakka Jonasi Wellendorf fyrir að
benda mér á þetta dæmi úr Hauksbók.
86 Ásdís egilsdóttir 2002, 244.
87 sama rit, 81; Guðbrandur vigfússon et al. 1856–1878 1, 111, 297.
REVELACIONES THORLACI EPISCOPI