Gripla - 20.12.2012, Page 170
GRIPLA168
veri.88 Þar stofnaði auðmaðurinn Þorkell Geirason munkaklaustur árið
1168 og gaf því eigur sínar. klaustrið var af reglu Ágústínusar og fyrsti
príor og ábóti þess var Þorlákur Þórhallsson. Brestir hefur þá verið ungur
maður þegar Þorlákur lést árið 1193 og kannski þegar tengdur klerkum í
Þykkvabæ. Hann hefur síðar gengið í klaustrið og er þannig dæmigerður
fyrir svo marga heimildarmenn um elstu vitranir og jarteinir tengdar
Þorláki að þeir eru oftast tengdir kirkjulegum embættum. ef Brestir hefur
þegar búið í sömu sveit, passar það við lýsinguna á ferð tunglsins og skips-
ins í vitrun hans.
jón Þórðarson bætir því við að Brestir hafi verið afi „jóns biskups“.
erfiðlega hefur gengið að ákvarða hvaða biskup þetta sé, vegna þess að
fræðimenn hafa tímasett „sýn Brestis“ til dánarárs Þorláks Runólfssonar
1133, og þá er ekki um neinn íslenskan biskup að ræða sem heitir þessu
nafni og getur verið barnabarn Brestis.89 ef við reiknum með dánarári
Þorláks yngri, 1193, er hins vegar úr fjórum jónum að velja: Halldórssyni
(1322–1339), Indriðasyni (1339–1341), sigurðssyni (1343–1348) og eiríks-
syni (1358–1390). sá síðasti var Hólabiskup, hinir í skálholti. eiríksson er
of ungur, fæddur 1310–1320, til að Brestir geti verið afi hans. sigurðsson
sat ekki nema fjögur ár í embætti á íslandi, varð óvinsæll og ástæðulaust
að minnast hans. Indriðason hafði verið prestur í selju í noregi og dó
í embætti hálfu öðru ári eftir að hann kom til íslands. Þekktastur þess-
ara biskupa og mikilvægastur var tvímælalaust jón Halldórsson, einhver
lærðasti klerkur síns tíma á íslandi og í noregi, sem setti varanlegt mark á
íslenskar bókmenntir og lærdóm næstu öldina á eftir. Hann er að vísu oft-
ast talinn norðmaður, vegna þess að hann ólst upp í klaustri í Bergen. Þó
átti hann íslenska móður, nafn hennar er a.m.k. íslenskt, freygerður, og er
við hana kenndur í flateyjarannál, er hann kemur til landsins 1323, ef til vill
vegna þess að hann hefur misst föður sinn ungur, eða ekki mátt alast upp
með honum fyrir siða sakir. einn fræðimaður getur sér til að þess vegna
hafi hann verið fóstraður í klaustrinu í Bergen.90 Brestir virðist hafa verið
ungur þegar Þorlákur lést og gæti verið fæddur um 1175. ef Halldór faðir
jóns var sonur Brestis, og ef til vill sjálfur munkur, á íslandi eða í noregi,
sem eignaðist hann og bróður hans finn (sem einnig var prestur í Bergen)
88 ólafur Halldórsson 1958–2000 3, cxxiv–cxxv.
89 sveinbjörn Rafnsson 2005, 248–249.
90 shaun f. D. Hughes 2008, 137–138.