Gripla - 20.12.2012, Page 171
169
í skömm, þá gæti dæmið gengið upp. Á þessum tíma eru klerkar mikið í
förum milli íslands og noregs. jón biskup hefur verið fæddur um 1275.
vegna þess að hann var mjög frægur á íslandi og næstur Bresti í tíma af
þeim jónum sem setið höfðu á biskupsstóli, nægði skrifara Flateyjarbókar
að nefna hann „jón biskup“.
í „sýn Brestis“ er atburðurinn færður til 1193, andlátsárs Þorláks bisk-
ups, eins og elstu vitranirnar í „bréfi“ Brands biskups sem sagt var frá að
ofan: vitrun bóndans í vatnsdal, vitrun Björns einsetumanns á Þingeyrum
og draumur Gissurar Hallssonar. Þar með er sýnt að vitrun í vitranariti
Gunnlaugs Leifssonar sé nógu gömul til þess að hafa staðið í bréfi Brands
biskups sem ormur capellanus bar Páli biskupi á alþingi 1198, en einmitt
þetta var torvelt að sýna fram á, svo að óyggjandi væri, einungis með því
að nota efni úr svokallaðri „jarteinabók II“ rakið til latínurits Gunnlaugs.
Ýmislegt í „sýn Brestis“, svo sem hinir yfirnáttúrlegu framhaldsdraumar,
minnir jafnframt á drauma valgerðar sem eins og áður sagði eru raktir beint
til þeirra vitrana sem Guðmundur sendi Gunnlaugi „að hann skyldi dikta“.
Án þess að hér verði fjallað frekar um efnið í þessu glataða latínuriti
Gunnlaugs má þó segja að markmið þessarar rannsóknar hafi náðst: að
endurheimta efni úr *Revelaciones Thorlaci episcopi í varðveittum ritum á
norrænu, ákvarða nánar ritunartíma þessa glataða texta og skýra tilefnið að
rituninni. Þótt erfiðlega hafi gengið að sýna fram á að vitranir og jarteinir í
„jarteinabók II“, sem sagðar voru eiga uppruna í latínuriti Gunnlaugs, væru
örugglega eldri en frá alþingi 1198, má skýra það svo að síðar hafi verið
bætt við ritið nýjum jarteinum. Þessar nýju jarteinir hafa þá vakið áhuga
Bergs sokkasonar af því hann fann þær hvergi annars staðar, en höfuð-
vitrunum ritsins hefur hann sleppt úr „skyndilgri“ yfirferð sinni af því þær
höfðu þegar verið raktar í Þorláks sögu. eftir stendur að Gunnlaugur og
Þingeyramunkar eru orðaðir við vitranasafn á latínu um Þorlák helga sem
að öllum líkindum hefur verið í bréfum Brands Hólabiskups sem hann
sendi með ormi kapelláni til alþingis 1198.
í lokin er svo rétt að segja nokkur orð um notkun þessa latínurits eftir
að það var sýnt Páli biskupi á alþingi árið 1198 og það haft til þess að rétt-
læta leyfi til áheita á Þorlák; þá ákvörðun að taka upp úr gröfinni bein hans
og flytja þau inn í skálholtskirkju og búa um þau þar sem heilaga dóma.
REVELACIONES THORLACI EPISCOPI