Gripla - 20.12.2012, Side 238
GRIPLA236
snorri hafi sett hana saman. Almennt er nú litið svo á að hann sé höfundur
Heimskringlu, þó að í fornum handritum sé sagan ekki eignuð honum
með skýrum hætti. fullgild rök eru samt fyrir því eins og oft hefur verið
rakið.1 og margir hafa eignað honum Egils sögu, en meiri óvissa ríkir um
það. fleiri verk hafa ekki verið tengd honum í nýlegum yfirlitsritum. Hér
verður hins vegar varpað fram þeirri tilgátu að snorri sé höfundur tvegga
rita til viðbótar: Morkinskinnu og Fagurskinnu. Raunar er undarlegt að
þessi möguleiki virðist aldrei hafa komið til alvarlegrar athugunar meðal
fræðimanna.2
Morkinskinna er konungasaga, sem varðveitt er í samnefndu handriti
(Gks 1009 fol.) og fjallar um konunga í noregi frá því skömmu eftir fall
ólafs helga, um 1035, fram til 1157, en glatað er aftan af sögunni. talið er
að upphaflega hafi hún náð til 1177, þegar sverrir sigurðarson kom fram
á sjónarsviðið og saga hans tekur við. efnislega er Morkinskinna hliðstæð
þriðja hluta Heimskringlu, en hún er talsvert ítarlegra rit og frásögnin
breiðari, einkum fyrri hlutinn. í sögunni eru nokkrir íslendingaþættir og
íslendingar koma mikið við sögu. Því er nokkuð til í því sem theodore M.
Andersson og kari ellen Gade segja um söguna:
hugtakið „konungasaga“ virðist síður eiga við Morkinskinnu en
nokkurt annað rit úr þeim sagnaflokki sem kom fram fyrr eða síðar.
... er bókin um noregskonunga, eða er hún um reynslu íslendinga
af noregskonungum? Morkinskinna er fyrsta íslenska söguritið
sem með markvissum hætti dregur íslendinga inn á sviðið, bæði
sem þátttakendur í hinum stærri atburðum í sögu evrópu, og sem
skáld sem lýstu minnisstæðum atvikum í þeirri sögu og auðvelduðu
þannig vinnu sagnaritara seinni tíma. Það er íslenskur áherslublær
yfir Morkinskinnu sem gefur henni sérstöðu gagnvart öllum öðrum
konungasögum. (Andersson et al. 2000, 64–65. Þýðing mín).
Morkinskinnuhandritið er frá því um 1275 (speed kjeldsen 2010, 264), en
sagan sjálf mun samin rúmum 50 árum fyrr, um 1220.
1 Besta yfirlitið um þessi rök er hjá ólafi Halldórssyni (ólafur Halldórsson 1979), bæði
hvað snertir Heimskringlu og Snorra-Eddu. finnur jónsson (finnur jónsson 1920–1924
2, 683) vekur athygli á að margt í Snorra-Eddu, ekki síst formálinn, sýni náin tengsl við
Heimskringlu og beri sömu höfundareinkenni.
2 jón Þorkelsson rektor (jón Þorkelsson 1868, 66) taldi að vísu líklegt að einhver af
sturlungum, eða þeim mjög nákominn, hafi sett Morkinskinnu saman.