Gripla - 20.12.2012, Page 239
237
Fagurskinna eða Noregs konunga tal er konungasaga sem nær yfir
svipað tímabil og Heimskringla, þ.e. frá Hálfdani svarta (um 830) til 1177.
Því má skipta Fagurskinnu efnislega í þrjá hluta eins og Heimskringlu,
Fagurskinnu 1, 2 og 3 (Fsk.1-3), og samsvarar fyrsti hlutinn Heimskringlu
1 (Hkr.1), annar hlutinn Heimskringlu 2 (Hkr.2; Ólafs sögu helga), og
þriðji hlutinn Morkinskinnu (Msk) og Heimskringlu 3 (Hkr.3). nokkuð
vantar í Fagurskinnu aftan til. Hún er mun styttri og ágripskenndari en
Heimskringla, og er talið að hún hafi verið tekin saman sem yfirlitsrit
að beiðni Hákonar konungs Hákonarsonar. Hún mun hafa verið rituð í
Þrándheimi um 1220 (Hákon var þá 16 ára), en óvíst er hvort höfundurinn
var íslendingur eða norðmaður.
Mikið hefur verið rætt og ritað um þau þrjú verk sem hér verða tekin
til umfjöllunar, Morkinskinnu, Fagurskinnu og Heimskringlu. Hér verður
aðeins að litlu leyti gerð grein fyrir þeim rannsóknum, en í staðinn skal
bent á grein eftir Ármann jakobsson (Ármann jakobsson 2000), dokt-
orsrit hans Staður í nýjum heimi (Ármann jakobsson 2002), og formála
Morkinskinnu (Ármann jakobsson et al. 2011 1-2) þar sem er gott yfirlit um
þær, einkum hvað Morkinskinnu snertir. um Fagurskinnu má t.d. benda á
formála Bjarna einarssonar fyrir útgáfu sögunnar (íf 29), og samantekt
kolbrúnar Haraldsdóttur (kolbrún Haraldsdóttir 1991).
2. Höfundur Morkinskinnu
í seinni tíð hafa vindar í fræðaheiminum blásið þannig að leit að höfundum
fornrita þykir ekki áhugaverð. er því stundum haldið fram að á miðöldum
hafi höfundarhugtakið verið annars eðlis en á okkar dögum og því hafi litla
þýðingu að leita að nafngreindum höfundi. Ég tel þó að ef menn geta fært
sæmileg rök fyrir máli sínu, þá geti vitneskja um höfund opnað nýja sýn á
viðfangsefnið.
Innri rök benda til að Morkinskinna hafi verið samin um 1220, og að
höfundurinn hafi verið íslenskur. Lengi hefur verið deilt um hvers eðlis
þessi fumgerð Morkinskinnu var, hvort hún líktist í meginatriðum þeirri
sem er í Gks 1009 fol., eða hvort um var að ræða mun styttra verk, „eldri
gerð Morkinskinnu“, sem stóð nær þriðja hluta Fagurskinnu og var notuð
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU