Gripla - 20.12.2012, Page 240
GRIPLA238
sem heimild við ritun Fagurskinnu og Heimskringlu.3 um það segir Ármann
jakobsson:
engar skýrar vísbendingar eru... um að Morkinskinna hafi tekið
miklum breytingum. úr því að rökin fyrir „eldri gerð Morkinskinnu“
eru ekki veigameiri en raun ber vitni er eðlilegast að gera ráð fyrir að
texti 1009 sé góður fulltrúi fyrir þá Morkinskinnu sem var til orðin
nálægt 1220. (íf 23, xxxiv).
spurningin um höfund Morkinskinnu virðist ekki mjög flókin, því að bók-
mennta heimurinn á þessum tíma var ekki stór. Af þeim íslendingum sem
vitað er að fengust við ritun konungasagna á þessu árabili koma aðeins
tveir til greina, þeir Styrmir Kárason (~1170‒1245) hinn fróði og Snorri
Sturluson (~1179‒1241). Auðvitað er hugsanlegt að fleiri hafi fengist við
slíka iðju, án þess að vitað sé. nokkrir fræðimenn hafa reynt að færa rök
fyrir slíku; þannig telja bæði Jón Helgason (Jón Helgason 1934, 14‒15) og
Theodore M. Andersson (Andersson et al. 2000, 72‒83) að höfundurinn
hafi e.t.v. verið norðlendingur, og sá síðarnefndi nafngreinir nokkra menn
í því sambandi.
Ástæðan fyrir því að snorri hefur aldrei verið orðaður við Morkinskinnu
er m.a. sú að lengi var litið svo á að hún væri sögusafn eftir marga höf-
unda.4 einnig er vitað að snorri samdi Hkr.3, sem er um margt frábrugðin
Morkinskinnu. Morkinskinna er þó meginheimild snorra í Hkr.3, en mörgu
er sleppt, annað umorðað og ýmsu bætt við. í doktorsriti Ármanns, Staður
3 Hér verður miðað við niðurstöður Ármanns jakobssonar um aldur Morkinskinnu. við
doktorsvörn Ármanns taldi Sverrir Tómasson (Sverrir Tómasson 2003, 292‒300) rök
fyrir því að Morkinskinna sé samin „um miðbik 13. aldar eða á síðara helmingi hennar“.
Ármann svaraði þessu við sama tækifæri (Ármann Jakobsson 2003, 317‒319). Alex
speed kjeldsen (speed kjeldsen 2010 1, 264) telur ekki ástæðu til að hrófla við því að
Morkinskinnuhandritið hafi verið skrifað um 1275. Hann bendir á (sama, 17–18) að þó að
jonna Louis-jensen hafi sýnt fram á að stofnrit allra texta Morkinskinnu (Gks 1009, yngri
hluti Flateyjarbókar og Hulda-Hrokkinskinna) hafi haft þættina að geyma þá sé ekki hægt
að heimfæra þá niðurstöðu á frumgerð Morkinskinnu frá því um 1220. Þessi niðurstaða,
að ekki sé hægt að sanna slíkt út frá ættartré handrita, útilokar þó alls ekki að frumgerð
Morkinskinnu hafi verið svipuð þeirri sem við þekkjum nú.
4 finnur jónsson (MskFJ, xl) segir: „Þegar fjallað er um Morkinskinnu eins og hún er – og
jafnvel þótt horft sé fram hjá innskotsþáttunum – þá er augljóslega merkingarlaust að tala
eða hugsa um sérstök höfundareinkenni; þar er og hlýtur að vera um marga höfunda að
ræða“. (Þýðing mín).