Gripla - 20.12.2012, Síða 254
GRIPLA252
Hkr.3-v84: Hér segir frá því, at þetta land kom óbrunnit ok óherjat í
vald Haralds. [sjá Msk.-v54 og Fsk.3-v187.]
Hkr.3-v139-v140: Hér segir þat, at konungar þessir halda stefnulag, þat
er gört var milli þeirra, ok koma þeir báðir til landamæris, svá sem
hér segir. [er hvorki í Msk. né Fsk.3.]
Hkr.3-v171: Hér getr þess at Magnús konungr gerði it mesta hervirki á
Hallandi. [Msk.-v184, án skýringar.]
Þrjár konungasögur hafa þetta séreinkenni, að á eftir vísum komi slíkar
útskýringar á efni þeirra. Þessar sögur eru Morkinskinna, Fagurskinna og
Heimskringla.17 Hér skal því haldið fram að þetta sé ótvíræð vísbending um
að sami höfundur sé að þeim öllum. Það gat haft áhrif að Snorra-Edda hafi
verið vel á veg komin þegar Morkinskinna og Fagurskinna voru samdar, og
snorra því verið tamt að skýra vísur sem hann tók upp. snorri lét sumar
þessar vísnaskýringar halda sér í Heimskringlu. Hið staka dæmi í Hkr.1 gæti
bent til að sá hluti verksins sé seint saminn, og að þá hafi verið nokkuð
langt um liðið frá því að snorri vann að Eddu sinni.
í þessum dæmum er tengingin við snorra sturluson tvíþætt, ann-
ars vegar er endurómurinn úr Snorra-Eddu, hins vegar hliðstæður við
sambærilegar vísnaskýringar Heimskringlu. Það skal tekið fram að orðalags-
líkingar eru ekkert aðalatriði í röksemdafærslunni. Aðalvísbendingin felst
í því að höfundurinn skuli ósjálfrátt hrökkva í þann Snorra-Eddu-gír að
skýra margar vísur sem hann tekur upp.
5. viðhorf og heimildir þriggja rithöfunda
í Morkinskinnu kemur fram viðhorf höfundarins til þeirra heimilda sem
hann hafði aðgang að, og sjónarmið um efnisval. M.a. segir þar um Harald
harðráða:
17 Hér undanskil ég Huldu-Hrokkinskinnu, sem var samin upp úr Morkinskinnu og Hkr.3
nokkru eftir 1268. Þar eru nokkur dæmi af þessu tagi. einnig finnst dæmi í Ólafs sögu
Tryggvasonar hinni mestu, v48 (ólafur Halldórsson 1958 1, 116), með vísu úr Rekstefju eftir
Hallar-stein. Þá finnst einnig dæmi í Ólafs sögu Tryggvasonar eftir odd munk (íf 25, 350,
370), sem þó er augljóslega innskot þess sem þýddi söguna úr latínu (sbr. sama, cxx–cxxiii).
Loks má finna dæmi í Helgisögu Ólafs Haraldssonar (Guðni jónsson 1957 1, 336), sem þó er
tæplega vísnaskýring.