Gripla - 20.12.2012, Page 255
253
liggja þó niðri ósagðir miklu fleiri hlutir, þeir er ósagðir eru af hans
afreksverkum, ok kemr mest til þess ófróðleikr várr ok þat með at
vér viljum eigi rita vitnisburðarlausar sögur, þótt vér höfum heyrt
þær frásagnir, því at oss þykkir betra at heðan af sé við aukit heldr
en þetta sama þurfi aptr at taka. er mikil saga frá Haraldi konungi
í kvæði sett, þau er honum samtíða váru um hann kveðin, ok færðu
honum sjálfum þeir sem ortu. var Haraldr konungr því mikill
vinr þeira at honum þótti gott lofit, því at hann var þessa heims
höfðingi mesti... Hann hefir verit allra nóregskonunga vinsælastr
við íslendinga. (íf 23, 204–205).
Af þessu má ráða að höfundurinn hafi haft tiltæk mörg íslensk kvæði
um Harald konung harðráða. í fyrri hluta klausunnar tjáir höfundur
Morkinskinnu sig um það hvaða efni hann telji eðlilegt að taka upp í ritið
og hverju skuli sleppa. svipuð afstaða birtist í Fagurskinnu:
liggja þó niðri ósagðir miklu fleiri hlutir hans afreksverka. kömr til
þess ófræði vár ok þat at vér viljum eigi skrásetja vitnislausa hluti, þó
at vér hafim heyrða, ok þykkir oss betra, at héðan á frá sé við aukit,
en þetta sama þurfi ór at taka. er saga frá Haraldi konungi mikil sett
í kvæði þau, er íslenzkir menn færðu honum sjálfum. var hann fyrir
þá sök mikill þeira vinr. Hann hefir ok verit allra nóregskonunga
vinsælastr við íslendinga. (íf 29, 261).
og í Heimskringlu segir snorri sturluson:
en þó er miklu fleira óritat hans frægðarverka. kömr til þess ófræði
vár ok þat annat, at vér viljum eigi setja á bækr vitnislausar sögur.
Þótt vér hafim heyrt ræður eða getit fleiri hluta, þá þykkir oss heðan
í frá betra, at við sé aukit, en þetta sama þurfi ór at taka. er saga
mikil frá Haraldi konungi sett í kvæði, þau er íslenzkir menn færðu
honum sjálfum eða sonum hans. var hann fyrir þá sök vinr þeira
mikill. Hann var ok inn mesti vinr hegat til allra landsmanna. (íf
28, 118–119).
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU