Gripla - 20.12.2012, Blaðsíða 257
255
6. íslendingaþættirnir í Morkinskinnu
Höfuðprýði Morkinskinnu eru hinir svokölluðu íslendingaþættir, sem
sumir hverjir eru meðal meistaraverka íslenskra bókmennta. Þættirnir voru
lengi taldir síðara innskot, en Ármann jakobsson (íf 23, xliv–l) og fleiri
hafa fært rök fyrir því að þeir séu eðlilegur þáttur í sögunni.20 verður hér
litið svo á að höfundur sögu og þátta sé sá sami. nokkuð er á reiki hvernig
þættirnir eru skilgreindir; hér er miðað við að þeir séu 16 talsins, og er þar
farið eftir skilgreiningu Bjarna Aðalbjarnarsonar (Bjarni Aðalbjarnarson
1937, 154–155). Þeir eru flestir í Haralds sögu harðráða. Hér verða þættirnir
taldir upp og bent á hvernig þeir tengjast snorra sturlusyni. Þar er einkum
litið til varðveislu munnmæla, því að sagnir af mönnum varðveitast oftast
í ætt þeirra.21
Þættir úr Magnúss sögu góða og Haralds sögu harðráða:
Þorsteins þáttur Síðu-Hallssonar (ÍF 23, 140–143): Þorsteinn var
forfaðir Guðnýjar Böðvars dóttur, móður snorra. (Þorsteinn síðu-Hallsson
> Ámundi Þorsteinsson > Guðrún Ámundadóttir > Þórdís Bótólfsdóttir >
Helga Þórðardóttir > Guðný Böðvarsdóttir. (íf 11, iii. ættskrá)).
Hreiðars þáttur heimska (ÍF 23, 152–164): Þetta er gamansamur þáttur
og vísa ég til þess sem sagt er um Sneglu-Halla þátt hér á eftir.
Halldórs þáttur Snorrasonar (ÍF 23, 178–187): Halldór var sonur
snorra goða, og var forfaðir þeirra sturlunga, snorra sturlusonar og bræðra
hans. Halldór var dyggasti fylgismaður Haralds harðráða í Miklagarði og
fyrst eftir komu hans til noregs, en síðar kastaðist í kekki milli þeirra, því
að Haraldur launaði lítið liðveisluna. eftir að Halldór sneri til íslands bjó
hann í Hjarðarholti í Dölum. Halldór var langalangafi Hvamm-sturlu,
föður snorra. (Halldór snorrason > Þorkatla Halldórsdóttir > Þórdís
Guðlaugsdóttir > Þórður Gilsson > Hvamm-sturla > snorri sturluson.
20 Alex speed kjeldsen (speed kjeldsen 2011) hefur ekki fundið nein málfarsleg rök fyrir því
að þættirnir séu innskot í Morkinskinnu. Andersson og Gade (Andersson et al. 2000, 13)
telja að þættir og laustengd atvik séu svo sterkt einkenni á Morkinskinnu að meiri líkur en
minni séu á að verkið hafi verið þannig frá upphafi. Rök Ármanns jakobssonar eru af svip-
uðum toga, þættirnir séu hluti af formgerð Morkinskinnu og varpi ljósi á konungana (sjá
t.d. Ármann jakobsson 2002, 88).
21 theodore M. Andersson (Andersson 1994) beitir svipuðum aðferðum og hér er gert til að
reyna að tengja Morkinskinnu við Munkaþverá í eyjafirði. sumar tengingarnar fara gegnum
sighvat sturluson, bróður snorra, eða sturlu son hans.
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU