Gripla - 20.12.2012, Page 258
GRIPLA256
(íf 4, vi. ættskrá; Sturl 2, 17. ættskrá)). Alsystir Halldórs var Þuríður spaka
snorradóttir (d. 1112), sem snorri nefnir í formála Heimskringlu sem heim-
ildarmann Ara fróða.
Auðunar þáttur vestfirska (ÍF 23, 217–223): í lok þáttarins er þess
getið að frá Auðuni sé kominn Þorsteinn Gyðuson. slík ættfærsla í lok
fornrita getur verið vísbending um tengsl við heimildarmann eða þann sem
færði í letur. Þorsteinn Gyðuson (d. 1190) var bóndi í flatey á Breiðafirði
og hefur líklega einnig átt Brjánslæk á Barðaströnd. sonur hans, Gellir
Þorsteinsson, var kvæntur vigdísi sturludóttur, systur snorra sturlusonar.
Helga Gyðudóttir, systir Þorsteins, bjó á Brjánslæk og virðist sighvatur
sturluson, bróðir snorra, hafa verið eins konar fjárhaldsmaður hennar
(Sturl 1, 235).
Brands þáttur örva (ÍF 23, 230–232): Brandur vermundarson var
vest firðingur, úr vatnsfirði við Djúp. kona hans var sigríður snorradóttir,
dóttir snorra goða og hálfsystir Halldórs snorrasonar (íf 4, 181).
Íslendings þáttur sögufróða (ÍF 23, 235–237): söguhetjan er ekki nafn-
greind, og ekki kemur fram hvaðan hún var.22 Hins vegar er þátturinn
nátengdur Halldóri snorrasyni og er frásögnin í raun til að varpa ljóma á
hann og frásagnir hans af Miklagarðsævintýrum Haralds harðráða.
Þorvarðar þáttur krákunefs (ÍF 23, 237–239): í Þorsteins sögu Síðu-
Hallssonar segir að Gróa síðu-Hallsdóttir, systir Þorsteins, hafi átt Þorvarð
krákunef, og gæti það verið sami maður. eins og fram kom hér á undan
var Þorsteinn forfaðir Guðnýjar Böðvarsdóttur, móður snorra. Guðný var
einnig komin af Þorgerði síðu-Hallsdóttur, systur Gróu (Þorgerður síðu-
Hallsdóttir > yngvildur Þorgrímsdóttir > Ljótur > járngerður Ljótsdóttir
> valgerður Markúsdóttir > Böðvar Þórðarson > Guðný Böðvarsdóttir
(íf 11, 320, ættskrá vi a)).
Sneglu-Halla þáttur (ÍF 23, 270–284): sneglu-Halli var norðlenskur
maður og skáld Haralds harðráða (sjá Skáldatal). ekki eru nánari upp-
lýsingar um hann í þættinum. Þetta er gamansöm frásögn, af svipuðu
tagi og Hreiðars þáttur heimska. ekki verða fundin bein tengsl Halla við
snorra, að öðru leyti en því að sighvatur, bróðir snorra, var um langt skeið
goðorðsmaður í eyjafirði (frá 1215). í Sturlungu kemur fram að hann var
gaman samur maður.
22 í sjálfstæðri gerð þáttarins heitir íslendingurinn Þorsteinn og er frá Austfjörðum, sbr. íf
11.