Gripla - 20.12.2012, Side 259
257
Stúfs þáttur blinda (ÍF 23, 290–293): stúfur Þórðarson (eða kattarson)
var gott skáld. faðir hans, Þórður köttur Þórðarson, var sonur Guðrúnar
ósvífursdóttur og fóstursonur snorra goða. Hann var því uppeldisbróðir
Halldórs snorrasonar, sem getið er um hér á undan.
Odds þáttur Ófeigssonar (ÍF 23, 293–299): oddur var kaupmaður úr
Miðfirði í Húnaþingi. Hann er aðalpersónan í Bandamanna sögu, sem lýkur
á þessum orðum: „oddr var mikill maðr fyrir sér ok átti son, er ófeigr hét,
ok átti þaðan skammt at telja snorri kálfsson ok þeir Miðfirðingar.“ (íf
7, 363). snorri kálfsson (d. 1175) var goðorðsmaður á Mel eða Melstað í
Miðfirði. sonarsonur hans, Þorgils kálfsson goðorðsmaður á Mel, var
giftur Þórunni Magnús dóttur, frænku snorra sturlusonar; þau voru
systrabörn. snorri komst yfir Melmannagoðorð um eða fyrir 1216 (Lúðvík
Ingvarsson 1986 3, 304–305). Hann flæktist þá inn í átök Miðfirðinga og
víðdæla, eins og fram kemur í Sturlungu (Sturl 1, 262–264), en tókst að
lægja þær öldur. í deilunum í Miðfirði 1216–1217 gat snorri hafa komist
á snoðir um að í ætt þeirra Melmanna væru lifandi sagnir sem tengdust
Haraldi harðráða noregskonungi. Það gæti hafa orðið snorra tilefni til að
rita Odds þátt.
Þættir úr síðari hluta Morkinskinnu:
Sveinka þáttur Steinarssonar (ÍF 24, 29–38, Magnús berfættur):
Þátturinn tengist Magnúsi berfættum og gerist að mestu við elfina
(Gautelfi), þar sem bærinn konungahella er. Það gæti vísað á jón Loftsson
í odda sem heimildarmann, því að jón var dóttursonur Magnúsar og fædd-
ist og ólst upp í konungahellu. einnig má benda á að snorri átti leið um
þessar slóðir sumarið 1219.
Ívars þáttur Ingimundarsonar (ÍF 24, 102–105, Eysteinn
Magnússon): engin deili eru sögð á ívari, nema að hann er sagður stórætt-
aður, vitur maður og skáld gott. varðveittur er eftir hann sigurðarflokkur,
sem hann orti um sigurð slembidjákn sem gerði tilkall til konungstignar í
noregi. jón Þorkelsson rektor (jón Þorkelsson 1868, 66) telur hugsanlegt
að ívar hafi verið sonur Ingimundar einarssonar (d. 1169) prests og goð-
orðsmanns á Reykhólum.23 Ingimundur var „skáld gott ok... fræðimaðr
23 tímans vegna gæti það staðist. Árið 1119 tók Ingimundur saman við konu sem átti gjafvaxta
dætur, og ef hann hefur verið á svipuðum aldri eða litlu eldri gæti hann hafa átt syni sem
voru þá um tvítugt. Að vísu segir í Skáldatali að ívar Ingimundarson hafi ort um Magnús
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU