Gripla - 20.12.2012, Side 260
GRIPLA258
mikill ok fór mjök með sögur ok skemmti vel kvæðum ok orti. Góð kvæði
gerði hann sjálfr ok þá laun fyrir útanlands.“ (Sturl 1, 13–14). Hann stóð
fyrir frægu brúðkaupi á Reykhólum árið 1119, sem segir frá í Þorgils sögu
og Hafliða, og er það helsta heimildin um sagnaskemmtun íslendinga
að fornu.24 Ingibjörg Þorgeirsdóttir, systurdóttir Ingimundar, var eig-
inkona Hvamm-sturlu, föður snorra sturlusonar. ekki er ólíklegt að sonur
Ingimundar hafi kunnað að skemmta tignum mönnum, svo sem eysteini
konungi og hirðmönnum hans.25
Gull-Ásu-Þórðar þáttur (ÍF 24, 108–113, Sigurður Jórsalafari): Þórð-
ur var Austfirðingur, fróður og orti vel, m.a. um víðkunn jónsson í
Bjarkey á Hálogalandi, einn af höfðingjum noregs (sjá Skáldatal). Ása
fylgikona Þórðar var náskyld víðkunni og þeim Bjarkeyingum. einnig
kemur sigurður Hranason við sögu, og er þátturinn því eins konar inn-
gangur að Þinga sögu. Á eftir þættinum fer stuttur millikafli þar sem sagt
er frá fæðingu sigurðar slembidjákns, sem sagðist vera sonur Magnúsar
berfætts og því móðurbróðir jóns Loftssonar í odda.
Þinga saga (ÍF 24, 114–131, Eysteinn Magnússon og Sigurður Jórsala
fari): Þinga saga fjallar um sigurð Hranason frá steig á Hálogalandi, sem
giftur var systur Magnúsar berfætts. einnig kemur víðkunnur jónsson
úr Bjarkey við sögu, en þeir sigurður og víðkunnur skildu síðastir við
Magnús konung þegar hann féll á írlandi. sigurði Hranasyni mislíkaði
stórlega framkoma nafna síns jórsalafarans, sem hafði tekið upp samband
við systur sigurðar, eftir að hafa sent eiginmann hennar í tvísýnan leiðangur
til írlands. jórsalafarinn brást hinn versti við og sótti sigurð Hranason til
saka fyrir þjófnað á finnskatti. eysteinn konungur studdi sigurð Hranason
og varð úr langvarandi og illvíg deila konunganna, eysteins og sigurðar.
Hugsanlegt er að Bjarni Marðarson lögmaður í Bjarkey á Hálogalandi,
sem var giftur sonardóttur víðkunns jónssonar, hafi verið heimildarmaður
snorra, sbr. 10. kafla. Gustav storm (storm 1877) ritaði bækling um Þinga
berfættan (d. 1103), eystein og sigurð Magnússyni (d. 1123 og 1130) og sigurð slembidjákn
(d. 1139). Því verður að gera ráð fyrir að ívar hafi ort erfikvæði um Magnús um 1120.
24 fjölskylda Ingimundar hafði sterk tengsl við noreg. Guðrún, systir hans, bjó á sandi á
Hálogalandi. einar Ögmundarson, sonur hennar, var stuðningsmaður sigurðar slembidjákns
(íf 24, 193; íf 28, 311). sama er að segja um klemet Arason, bróðurson Ingimundar (íf 24,
205; íf 28, 316). sigurður hafði dvalið einn vetur á staðarhóli í saurbæ, og vissu menn þá
ekki að hann væri konungborinn (íf 24, 173–175).
25 ívar Ingimundarson hefur líklega sest að í noregi, enda kemur hann ekki við sögu í
Sturlungu. Af Sigurðarflokki (Sigurðarbálki) er ljóst að hann lifði fram yfir 1139.