Gripla - 20.12.2012, Side 261
259
sögu og Þinga þátt (stuttan útdrátt úr Þinga sögu, sem er í sumum handritum
Heimskringlu). Hann telur frásögnina trúverðuga og að atburðirnir hafi
gerst á árunum 1112–1114. jonna Louis-jensen (Louis-jensen 1977, 108)
ýjar að því að Bjarni Marðarson sé höfundur þáttarins; hann hafi haft
áhuga á málinu og næga lagaþekkingu.26 tilgangurinn gæti hafa verið
að gagnrýna það að konungur hafði falið öðrum en erfingjum sigurðar
Hranasonar skattheimtu í finnmörku.
Þórarins þáttur stuttfeldar (ÍF 24, 134–137, Sigurður Jórsalafari):
Þórarinn er ekki ættfærður, en hann var skáld, sem getur skýrt tilkomu
þáttarins.
Einars þáttur Skúlasonar (ÍF 24, 221–225, Eysteinn Haraldsson):
einar var höfuðskáld íslendinga á 12. öld og orti um marga konunga og
fleira stórmenni (sjá Skáldatal). kvæði hans, Geisli, um ólaf konung helga,
var flutt við vígslu dómkirkjunnar í niðarósi 1152/1153. einar var kominn
í beinan karllegg af Agli skalla-Grímssyni (fimmti liður frá Agli), og ólst
upp að Borg á Mýrum, þar sem snorri bjó um skeið. einar var löngum
í noregi og er hans t.d. getið í Þinga sögu. Hann var skyldur snorra
sturlusyni í báðar ættir, en þó meira í móðurætt. (Þórður skúlason [líklega
bróðir einars skúlasonar] > Böðvar Þórðarson > Guðný Böðvarsdóttir >
snorri sturluson).27
Þessar vísbendingar eru að sjálfsögðu misjafnlega veigamiklar, en eru
ásamt öðrum atriðum lóð á vogarskálarnar þegar sagnageymdin er rakin.
við vitum einnig að snorri hafði mikinn áhuga á hirðskáldunum fornu.
Með sumum íslendingaþáttunum var hann e.t.v. að reisa þeim verðugan
minnisvarða, hefja skáldskaparlist þeirra upp á stall og um leið að reyna að
viðhalda dróttkvæða hefðinni. Ég hygg að fáir menn hér á landi hafi haft
aðra eins aðstöðu og snorri til að rita sögu noregskonunga á tímabilinu
1030 til 1177. freistandi er að álykta að hinar miklu sagnir sem voru uppi-
staðan í Haralds sögu harðráða hafi að talsverðu leyti varðveist í ætt snorra
26 Bjarni virðist hafa verið kunnur fyrir lagaþekkingu. Þannig segir í Eldri Gulaþingslögum
(Codex Ranzovianus): „Her hefr upp sakatal hit nyia, þat er Bjarne Marðars sun skipaðe.“
(NGL 1, 104). P. A. Munch (Munch 1852–1863 2, 970–971) telur að sakatalið hljóti að hafa
verið lögfest í öllu landinu, enda sé það í Gulaþingslögum þótt Bjarni hafi verið lögmaður á
Hálogalandi.
27 í ættarskrá Mýramanna (íf 2, 303) er einar talinn fjarskyldari snorra en hér er greint. Hér
er stuðst við Íslenzkar æviskrár (Páll eggert ólason et al. 1948–1976 1, 382; 5, 112).
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU