Gripla - 20.12.2012, Qupperneq 263
261
virðist standa næst frumheimildinni því að þar er vitnað í orðalag hennar.31
Það gæti verið vísbending um að höfundurinn hafi séð samninginn skrif-
aðan, og þá líklega í skjalasafni noregskonungs. Ritöld var þá rótgróin á
englandi, og því eðlilegt að ráðgjafar Hörða-knúts létu skjalfesta slíkan
samning.
síðara dæmið er ótvíræðara. í Morkinskinnu (íf 23, 78–79) er birt bréf,
eða inntak bréfs, frá játvarði góða englandskonungi til Magnúsar góða
ólafssonar (ritað um 1043), sem höfundur sögunnar hlýtur að hafa fengið
úr skjalasafni konungs. Bréfið er einnig í Fagurskinnu (íf 29, 217–218) og
talsvert stytt í Heimskringlu (íf 28, 66). Það er svar við kröfu Magnúsar
til ensku krúnunnar. sumir sagnfræðingar telja bréfið reyndar tilbúning
söguhöfundar (t.d. krag 1995, 169–170), en tilkall Magnúsar til valda á
englandi eftir fráfall Hörða-knúts var eðlilegt og því hljóta slík samskipti
að hafa átt sér stað.32
Meðal atriða sem líklegt er að snorri hafi sótt til noregs eða fengið
fyllri upplýsingar um, er hin glæsilega frásögn Morkinskinnu af orustunni
við stanforðabryggjur 1066, þar sem þeir Haraldur konungur harðráði og
tósti jarl féllu (íf 23, 302–329). Athyglisvert er að í lok þeirrar frásagnar
er rakin ætt frá skúla konungsfóstra, syni tósta jarls, til skúla Bárðarsonar
jarls, sem snorri dvaldist hjá í noregi. Hann var kominn í beinan karllegg
af tósta jarli, sem fékk Harald harðráða til englandsfararinnar. (tósti jarl
> skúli konungsfóstri > Ásólfur á Reini > Guthormur á Reini > Bárður
Guthormsson > Ingi konungur og skúli jarl (íf 23, 326–327)). svipuð ætt-
færsla er í Heimskringlu (íf 28, 198).33 Hálfbræðurnir skúli og Ingi kon-
31 „Þann frið kölluðu þeir veraldarfrið; sá friðr skyldi standa allan aldr.“ orðið veraldarfriður
er komið úr fornensku, woruldfrið. í Morkinksinnu (íf 23, 27–28) segir: „sjá sætt var gör í
líking eptir þeiri er þeir knútr inn ríki görðu í englandi ok játmundr [járnsíða], at sá skyldi
lönd eiga er lengr lifði.“ í Heimskringlu (íf 27, 33) segir um samninginn 1016: „knútr kon-
ungr sættisk við eaðmund konung [járnsíðu]. skyldi hafa hálft england hvárr þeira.“
32 snorri hefði aldrei farið að skálda upp bréfið frá játvarði góða því að þá hefði hann misst
allan trúverðugleika gagnvart Hákoni konungi og skúla jarli. Bréfið hefur líklega verið á
latínu, en er þýtt á norrænu í Morkinskinnu. Bjarni einarsson (íf 29, civ) bendir á að bréfið
sé á eðlilegri stað í Fagurskinnu en í Morkinskinnu og Heimskringlu, þar sem reyndar er vísað
aftur.
33 Gustav storm (storm 1873, 184) segir að í Heimskringlu sé því hafnað að skúli konungsfóstri
hafi verið sonur tósta, eins og fram kemur í Morkinskinnu og Fagurskinnu. Hann giskar
á að heimild snorra fyrir þessu hafi verið skúli jarl sjálfur. Bjarni Aðalbjarnarson (íf 28,
xxxiv) tekur undir þetta. orðalag Heimskringlu er ónákvæmt og útilokar alls ekki að skúli
hafi verið sonur tósta. enskir sagnfræðingar draga sumir í efa þetta faðerni skúla konungs-
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU