Gripla - 20.12.2012, Side 264
GRIPLA262
ungur hafa eflaust verið stoltir af þessum forfeðrum sínum og tengslum við
konungdæmið á englandi. Þessi orusta var svo örlagarík, bæði í sögu þess-
ara þjóða og fyrir viðkomandi ættir, að líklegt er að frásagnir af henni hafi
lifað í fjölskyldu þeirra bræðra. freistandi er að álykta að snorri hafi skrifað
þær upp eftir skúla jarli eða einhverjum sem stóð honum nærri. Það gefur
frásögninni einnig meira vægi sem heimild, því að sagnageymdin verður
þá rakin til innsta hrings þeirra sem tóku þátt.34 Morkinskinna varðveitir
fleiri drætti úr frásögninni en Heimskringla, og athyglisverðar upplýsingar
um orustuna við Hastings eða Helsingjaport.35
Þessi dæmi eru frekari vísbending um að snorri geti verið höfundur
Morkinskinnu, því að þau falla vel að fyrri utanför hans. eðlilegast er að
hugsa sér að hann hafi samið stofninn að Morkinskinnu heima á íslandi
(a.m.k. fyrri hlutann, sögur Magnúsar góða og Haralds harðráða), en
farið til noregs árið 1218 til að afla frekari heimilda, m.a. úr skjalasafni
noregskonungs og úr munnlegri geymd.36 ofangreind atriði voru meðal
þess sem hann hafði upp úr ferðinni og felldi inn í verkið. Hann lýkur
síðan við Morkinskinnu heim kominn, en ritið var fyrst og fremst hugsað
fyrir íslenska lesendur. frásagnir Fagurskinnu og Heimskringlu tekur hann
síðan eftir Morkinskinnu, og í tilviki Fagurskinnu eftir Morkinskinnu ófull-
gerðri.
fóstra, því að fátt finnst í enskum heimildum um börn tósta, en aðrir, t.d. frank Barlow
(Barlow 2002), telja að skúli sé rétt ættfærður.
34 Bjarni Aðalbjarnarson (íf 28, xxxi–xxxiv) vekur athygli á að ýmsu skeiki í lýsingu á orust-
unni við stanforðabryggjur, sem virðist frekar eiga við um orustuna við Hastings sama ár
(1066). Mogens Rud (Rud 1974, 54) hefur ritað bók um Bayeux-refilinn, og fjallar þar um
hvernig orustunni við Hastings og aðdraganda hennar er lýst á reflinum og í öðrum heim-
ildum. Hann segir að frásögn snorra í Heimskringlu bendi til að hann hafi verið vel upp-
lýstur um þessa atburði.
35 sjá Gade 1997. Diana Whaley (Wahley 1991, 116–117) telur hugsanlegt að snorri hafi þekkt
erlendar króníkur á latínu, t.d. þær sem samdar voru á englandi á 12. öld, og fengið þaðan
upplýsingar úr Árbókum Engilsaxa. Höfundur Fagurskinnu virðist hafa fengið upplýsingar
um Rúðujarla úr frönsku riti, sbr. Fagurskinnu (íf 29, 291). e.t.v. hefur snorri komist í slík
rit í noregi.
36 fyrri hluti Morkinskinnu, Magnúss saga góða og Haralds saga harðráða, er til sem sérstakt
rit (m.a. í yngri hluta Flateyjarbókar). Það gæti bent til að sá hluti verksins hafi fyrr verið
frágenginn en síðari hlutinn.