Gripla - 20.12.2012, Side 267
265
hátt. ef þessi orð eru upphafleg í sögunni gætu þau gefið til kynna að höf-
undurinn hafi verið í tímaþröng og ekki verið alls kostar sáttur við hvaða
tökum hann þurfti að taka efnið til þess að þóknast verkbeiðandanum,
Hákoni konungi og ráðgjöfum hans. Bjarni Aðalbjarnarson (íf 26, xvii)
taldi að Fagurskinna hefði verið samin „í allmiklum flýti“. Gustav Indrebø
(Indrebø 1917, 222–223) var á svipaðri skoðun, og segir að þess gæti mest
í seinni hlutanum, fyrri hlutinn beri vott um meiri yfirlegu af höfundarins
hálfu.
9. Fagurskinna, ættartölur og Arnmæðlingatal
Ýmsar orðmyndir í B-handriti Fagurskinnu þykja benda til að það hafi
verið skrifað í Þrándheimi um 1250 (íf 29, lxii). í handritinu var kafli
með ættartölum, og í framhaldi af honum kom svokallað Arnmæðlingatal
eða niðjatal Arnmóðar jarls (ÍF 29, 370‒373). Þessir kaflar voru ekki
í A-handritinu, og því hafa útgefendur litið svo á að þeir séu innskot í
B-gerð Fagurskinnu og hafi því ekki verið í frumsögunni. Önnur hugs-
anleg skýring er að þeir hafi verið felldir niður í A-handritinu eða forriti
þess. Því til stuðnings má nefna að merki um þá eru á samsvarandi stað
bæði í Morkinskinnu (ÍF 23, 326‒327) og Heimskringlu (ÍF 28, 197‒198).41
samkvæmt því er eðlilegast að líta svo á að þessar ættartölur séu að stofni
til upphaflegar í Fagurskinnu, en að kaflinn hafi verið mikið aukinn í
B-handritinu, og þá miðað við þarfir og áhugamál lesenda viðkomandi
handrits. B-handritið var því líklega runnið frá handriti úr eigu manns
sem tengdist þessum ættum. Að ósk hans voru ættartölurnar auknar og
fleiri greinar ættarinnar raktar.42 í Arnmæðlingatali er ætt Arnmæðlinga
41 í formála Morkinskinnu (íf 23, xvii) segir Ármann jakobsson: „Bjarni Aðalbjarnarson
[Bjarni Aðalbjarnarson 1937, 136–137] benti þannig á að þó að minnst væri á skúla jarl í
hinni varðveittu Morkinskinnu væri hann ekki nefndur á samsvarandi stað í fagurskinnu.
ekki væri því hafið yfir vafa að sú klausa í Morkinskinnu væri upphafleg“, sbr. íf 29, cxi.
Þetta á ekki við um B-gerð Fagurskinnu, þar sem eru sambærilegar upplýsingar um skúla
jarl.
42 í Arnmæðlingatali ná nokkrar ættrakningar fram yfir 1225. Þar segir t.d.: „Margreta dróttn-
ing, er Hákon konungr á“ (þau giftust 1225). Getið er um Pétur Brynjúlfsson erkibiskup
(hann var erkibiskup 1225–1226). skúli Bárðarson er titlaður hertogi, sem hann varð 1237.
finnur jónsson (finnur jónsson 1920–1924 2, 630) telur það vera uppfærslu skrifara á
því sem alkunnugt var. sama á við um knút Hákonarson, hann er titlaður jarl, sem hann
varð 1240, en hafði áður verið junkherra (storm 1873, 45; sami 1876, 8–9; jakobsen et al.
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU