Gripla - 20.12.2012, Side 268
GRIPLA266
rakin til noregskonunga, orkneyjajarla og fleiri stórmenna. niðurlag
Arnmæðlingatals43 hljóðar svo:
sonr Árna Árnasonar var jóan í Bjarkey, faðir sigurðar hunds ok
víðkunns, föður erlings, föður þeira víðkunns og Rögnu, er átti
Bjarni Marðarsonr. (íf 29, 373).
sá sem nefndur er síðastur í slíkum ættartölum getur gefið vísbendingu
um hver var upphafsmaður eða eigandi handrits (sbr. Íslendingabók Ara
fróða). Bjarni Marðarson er nefndur í Sverris sögu og Hákonar sögu. Hann
var giftur inn í eina voldugustu höfðingjaætt sinnar tíðar, Bjarkeyjarættina
frá Hálogalandi. Hann var lögmaður um 1220, þegar snorri var í niðarósi.
nánar er fjallað um Bjarna í næsta kafla.44 en hvers vegna voru ættartöl-
urnar þá ekki í A-handriti Fagurskinnu? Ættartölurnar með Arnmæðlingatali
eru u.þ.b. fjórar síður í útgáfu Hins íslenzka fornritafélags og rjúfa eðlilega
frásögn, og gera það jafn vel þó að til hafi verið styttri útgáfa af þeim.
einnig má benda á að A-handritið var skrifað austanfjalls í noregi um
1325, og hefur sá sem felldi Arnmæðlingatalið niður líklega ekki fundið
neina áhugaverða tengingu við það fólk sem þarna var talið, né séð ástæðu
til að draga fram hlut þeirrar ættar.45 Ættartölunum var því sleppt í heilu
1980, 132). Atriðið um hjónaband Margrétar og Hákonar konungs er ekki ótvírætt, því að
hjónaband þeirra var ákveðið 1219 og veisla haldin, þó að þau hafi ekki gifst fyrr en 1225
þegar Margrét var 16 eða 17 ára (Guðni jónsson 1957 3, 66–67, 146). Þessi atriði hafa þótt
benda til að Arnmæðlingatal sé frá því eftir 1225 (eða jafnvel eftir 1240), og sé því innskot í
Fagurskinnu. Líklegra er þó að um síðari uppfærslu þess sé að ræða, sbr. finn jónsson.
43 í frumútgáfu Fagurskinnu (Munch et al. 1847, 148) segir við lok Arnmæðlingatals, neð-
anmáls: „Hér hefst fimmta eyðan í B, sem í skinnhandritinu hefur líklega numið einu
blaði.“ (Þýðing mín). ekki er getið um þessa eyðu í síðari útgáfum sögunnar, og efnislega
virðist ekkert vanta. Reikna má út að Arnmæðlingatal hafi endað rétt neðan við mitt aftara
blað í B-handritinu, en þar tók meginmál Fagurskinnu við að nýju. Það stenst því ekki að
framhald Arnmæðlingatals hafi verið á heilu blaði sem síðar glataðist úr B-handritinu.
44 Gustav storm (storm 1876, 88–108) telur að Arnmæðlingatal hafi verið tekið saman fyrir
höfðingjana á Giska, líklega Pál fliðu eða Pétur son hans. fleiri fræðimenn hafa tekið undir
þessi sjónarmið, t.d. jan Ragnar Hagland (jakobsen et al. 1980, 155–156), sem telur hugs-
anlegt að B-handritið hafi verið gert fyrir Pétur á Giska og sé því frumrit Arnmæðlingatals.
Þegar á allt er litið tel ég langlíklegast að Arnmæðlingatal hafi verið tekið saman fyrir Bjarna
Marðarson lögmann.
45 Mállýskueinkenni benda til að A-handrit Fagurskinnu hafi verið skrifað austanfjalls í
noregi. í handritinu eru þrír viðaukar (A-I, A-II og A-III), sem allir tengjast Haðalandi,
héraði á upplöndum. í viðauka A-II kemur fram að líki Hálfdanar konungs svarta hafi
verið skipt í þrjá hluta, sem grafnir voru hver í sínum landshluta. Þetta atriði var ekki í