Gripla - 20.12.2012, Síða 269
267
lagi í A-handritinu eða forriti þess, og þar með þeim kjarna þeirra sem
er í Morkinskinnu og Heimskringlu. Athyglisvert er að í Arnmæðlingatali
segir næst á eftir ættrakningu til Hákonar jarls galins og Inga konungs
Bárðarsonar, hálfbróður skúla jarls:
Þóru, dóttur Magnúss berfætts, átti Loptr prestr. Þeira sonr var
jóan, faðir Páls biskups, sæmundar og orms. (íf 29, 372).
Hver er líklegri en snorri sturluson, til að hafa haldið þarna á penna? Þarna
er nefndur til sögunnar jón Loftsson, fóstri hans, og ormur jónsson
Breiðbælingur, sem norskir kaupmenn drápu í vestmannaeyjum 6. ágúst
1218, skömmu áður en snorri kom til noregs.46 Hefndir oddaverja fyrir
það víg leiddu til þess að skúli jarl undirbjó herferð til íslands sumarið
1220, sem snorra tókst að afstýra með stuðningi áhrifamanna innan hirð-
arinnar. var þessi ættrakning liður í þeirri málsvörn, með því að sýna fram
á að kaupmenn höfðu drepið mann af sjálfri norsku konungsættinni?
niðurstaðan af þessum athugunum er sú, að frumgerð ættartalna og
Arnmæðlingatals hafi að öllum líkindum verið í Fagurskinnu í öndverðu,
og þá rituð af snorra sturlusyni. Hún var aukin mikið í handriti Bjarna
Marðarsonar lögmanns (B-texta sögunnar), og síðan uppfærð eftir 1225.
Þetta efni var hins vegar fellt niður úr A-textanum, sem varðveittist aust-
anfjalls í noregi.
10. Bjarni Marðarson og Ragna erlingsdóttir
í 6. kafla var því haldið fram að Bjarni Marðarson lögmaður hefði verið
meðal heimildarmanna snorra þegar hann var í niðarósi veturinn
1219–1220. en hvað er vitað um þann mann? kona Bjarna var Ragna
erlingsdóttir úr Bjarkey á Hálogalandi. Hún var af Bjarkeyjarætt, einni
þekktustu höfðingjaætt noregs á þeim tíma. Ragna og snorri sturluson
voru skyld, sbr. eftirfarandi:
B-handritinu, en er í breyttri mynd í Heimskringlu (íf 26, 93), sem sýnir að snorri hefur
þekkt svipaða frásögn.
46 í Morkinskinnu er þess ekki getið að jón Loftsson sé dóttursonur Magnúsar berfætts
noregskonungs, en reyndar vantar aftan á söguna. Þess er hins vegar getið í Heimskringlu
(íf 28, 395), en móðir jóns ekki nafngreind. Þar segir frá því að jón Loftsson kom til
Björgvinjar, fertugur að aldri, og var viðstaddur krýningu Magnúsar erlingssonar konungs
1163 eða 1164: „Þá hafði Magnús konungur og aðrir frændur jóns tekið við frændsemi
hans“.
HÖfunDuR MORKINSKINNU oG FAGURSKINNU